Hugur - 01.01.1997, Síða 35
HUGUR
Descartes fyrir byrjendur
33
hugleiðingar, 1644 Lögmál heimspekinnar (endurskoðuð gerð af
Heiminum) og 1649 Ritgerð um hrœringar sálarinnar sem er að
mestu leyti siðfræðileg ritgerð. Fimmti áratugur aldarinnar var síðasti,
og heimspekilega séð frjóasti, áratugur ævi hans.
Eitt er það í afstöðu Descartes sem hafði djúp áhrif á heimspekina
eftir hans dag: að krefjast þess að fyrsta verkefni heimspekingsins sé
að losa sig við alla fordóma með því að draga í efa allt sem hægt er að
efast um. Þetta setur þekkingarfræði, eða skipulega rannsókn á því
sem við getum vitað, í öndvegi í heimspeki. Annað verkefni heim-
spekingsins, eftir að hann hefur komið fram með þessar efasemdir, er
að koma í veg fyrir að þær leiði til efahyggju. Þetta kemur skýrt fram í
Hugleiðingum Descartes. Hér eru nokkrar klausur úr fyrstu hugleið-
ingu þar sem hinar róttæku efasemdir eru settar fram.
Það sem ég hef hingað til talið sannast hef ég fengið annaðhvort frá
skilningarvitunum eða með atbeina þeirra. En ég hef stundum komist að
raun um að skilningarvitin blekkja, og það er hyggilegt að bera aldrei
fullt traust til þeirra sem hafa blekkt mann, þó ekki sé nema einu sinni.
En þótt skilningarvitin blekki okkur stundum um hluti sem eru örlitlir
eða langt í burtu er margt annað sem alveg útilokað er að efast um,
jafnvel þótt það eigi rætur að rekja til skilningarvitanna - til dæmis að
ég er héma, sit við arineldinn í vetrarslopp og held á þessari pappírsörk í
höndunum, og þar fram eftir götunum.
Bráðsnjöll rökleiðsla! Eins og ég væri ekki maður sem sefur á nætumar
og upplifir reglulega í draumi það sama og vitfirringar í vöku - reyndar
stundum enn ósennilegri hluti. Hversu oft er ég ekki, sofandi að nóttu
til, sannfærður um að ég sitji hér við arininn í sloppnum mínum - þegar
ég ligg í raun og vem nakinn í rúminu!
Setjum þá svo að mig sé að dreyma . . . Því hvort heldur ég er vakandi
eða sofandi: tveir og þrír eru fimm og femingur hefur ekki fleiri en
fjórar hliðar. Það virðist útilokað að efast um svo augljós sannindi.
En rótgróin í huga mér er þó sú gamla skoðun að til sé almáttugur Guð
sem skapaði mig og gerði mig eins og ég er. Hvemig veit ég að hann
hafi ekki komið því til leiðar að ekki sé til nein jörð, neinn himinn,
neinn þrívíður hlutur, nein lögun, nein stærð, neinn staður, en sjái um