Hugur - 01.01.1997, Side 36
34
Anthony Kenny
HUGUR
leið svo um að mér virðist allt þetta vera til eins og það er nú? Og
ennfremur, úr því að ég tel stundum að öðrum skjátlist um það sem þeir
halda sig vita með vissu, getur mér þá ekki á sama hátt skjátlast í hvert
skipti sem ég legg saman tvo og þrjá eða tel hliðar fernings eða geri
eitthvað ennþá einfaldara, ef hægt er að ímynda sér það? En kannski
Guð hafi ekki viljað að mér skjátlaðist á þennan hátt, því sagt er að hann
sé algóður.
Ég mun því ekki gera ráð fyrir að Guð, sem er algóður og uppspretta
sannleikans, blekki mig, heldur að einhver ákaflega voldugur og
slægvitur illur andi neyti allrar orku til að gabba mig. Ég mun hugsa mér
að himinn, loft, jörð, litir, lögun hluta, hljóð og allir ytri hlutir séu
einungis villandi draumsýnir sem andinn hefur fundið upp til að blekkja
mig. Ég mun líta svo á að ég hafi engar hendur, augu, hold, blóð né
skilningarvit en ímyndi mér bara að ég hafi þetta allt. Ég mun halda mér
fast við þessa hugleiðingu og gera allt sem í mínu valdi stendur til að
fallast ekki á neinar rangar skoðanir, jafnvel þótt mér sé um megn að
komast að neinum sannindum, svo að þessi illi andi geti alls ekki villt
mér sýn hversu voldugur og slægvitur sem hann kann að vera.2
Endi er bundinn á þessar efasemdir með hinni frægu röksemdafærslu
Descartes til hans eigin tilveru. Hversu mjög sem illi andinn kann að
blekkja hann getur hann aldrei villt svo um fyrir honum að hann hugsi
að hann sé til ef hann er það ekki.3 „Ég hugsa, þess vegna er ég til,“
segir Descartes og heldur síðan áfram í því sem eftir er af hugleiðing-
unni að svara spumingunni „hvað er ég, þessi ég sem ég veit að er
til?“
Verk Descartes gerðu hann frægan um alla Evrópu. Hann var í
bréfasambandi og átti í ritdeilum við flesta lærdómsmenn síns tíma.
Sumir vina hans fóm að leggja stund á skoðanir hans í háskólum, ritið
Lögmál heimspekinnar var hugsað sem kennslubók. Aðrir prófessorar
réðust heiftarlega á kenningar hans er þeir sáu hinu aristótelíska kerfi
2 Eftir enskri þýðingu Johns Cottinghams í The Philosophical Writings ofDescartes,
Volume II (Cambridge University Press, 1984). - Descartes skrifaði Hugleiðing-
arnar á latínu og voru þær þýddar á frönsku meðan hann lifði. Þýðing Cotting-
hams er gerð eftir latneska textanum.
3 Descartes segir (í 2. hugl.): „ ... ég er lika án efa til ef hann er að blekkja mig; og
blekki hann mig eins mikið og hann getur, hann mun aldrei koma því til leiðar að
ég sé ekkert á meðan ég hugsa að ég sé eitthvað." (Þýð.)