Hugur - 01.01.1997, Side 38
HUGUR 9. ÁR, 1997
s. 36-49
Vilhjálmur Ámason
Leikreglur og lífsgildi*
1. Siðfrœöin tilforna: Farsældarhugmyndin
Til forna leituðu menn einkum svara við tveimur spumingum er lúta
að samskiptum manna og lífemi: Hvers konar lífi er bezt að lifa?
Hvers konar manneskja er bezt að vera? Svörin sem þessir spekingar
gáfu við fyrri spurningunni fólu í sér tilraunir til að lýsa því sem á
grísku máli nefndist evdaímónía og hefur verið kallað farsæld eða vel-
farnaður á íslenzku.1 Svörin við síðari spurningunni drógu upp mynd
af hinum farsæla manni, evdaímoni, sem hefur tileinkað sér það sem
þarf til að famast vel í lífínu. Svörin við þessum tveimur spumingum
eru því samofin. í báðum tilvikum hnitast þau um þá eiginleika sem
prýða góða menn og við nefnum yfirleitt mannkosti eða dygðir.
Höfuðskilyrði farsældarinnar er dygðugt lfferni og þess vegna er það
eftirsóknarverðast í lífinu að leggja rækt við mannkosti sína. Og þótt
hinir fornu siðspekingar væm ekki einróma um farsældina, þá var
furðu mikið sammæli með þeim um þær dygðir sem væm þýðingar-
mestar: Vizka, hugrekki, hófsemi og réttsýni voru hinar fjórar höfuð-
dygðir sem þeir töldu tryggja mönnum lífshamingju. Að baki þessum
lífsrannsóknum lágu frumspekilegar kenningar um mannlegt eðli og
um náttúrulegan tilgang mannlífsins. í samræmi við þessar hug-
myndir töldu þeir að tiltekin breytni og ákveðinn lífsmáti væri
mönnum eðlilegur: Það væri hægt að lýsa því með jafnöruggum
hætti hvað prýddi góða manneskju og við teljum að lýsa megi
einkennum góðs múrara eða knattspymumanns. Það einkenndi því
* Innsetningarfyrirlestur fluttur í Hátíðasal Háskóla íslands 29. nóvember 1997.
Fyrri drög voru kynnt á Hugvísindaþingi guðfræðideildar og heimspekideildar:
Milli himins og jarðar. Maður og Guð í hnotskum mannvísinda. Háskóla fslands,
17.-18. október 1996; á morgunfundi Siðfræðistofnunar, 5. nóvember 1996 og á
þingi Dómarafélags fslands og Lögmannafélags fslands á Þingvöllum, 6. júní
1997. Erindið birtist líka í nýrri bók höfundar Broddflugum. Siðferðilegar ádeilur
og samfélagsgagnrýni (Háskólaútgáfan og Siðfræðistofnun 1997), s. 194-204.
1 Sjá nánar ritgerð mína „Fomgrísk siðfræði," Grikkland ár og síð, ritstj. Sigurður
A. Magnússon o.fl. (Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag 1991), s. 81-107.