Hugur - 01.01.1997, Page 50

Hugur - 01.01.1997, Page 50
48 Vilhjálmur Árnason HUGUR ingunni. Vissulega eru þær leikreglur sem mótað hafa lýðræðismenn- ingu Vesturlanda samofnar grundvallarlífsgildum frelsis, siðferðilegs jafnaðar og réttlætis. En það er mikilvægt að greina á milli slíkra grunngilda sem eru nauðsynleg skilyrði frjálslynds fjölhyggjusamfél- ags og þeirra lífsgilda sem fela það í sér að fólk eigi að taka upp tiltekinn lífsmáta. Það er eitt lykilinntakið í þessum grunngildum að einstaklingar eigi að hafa svigrúm bæði til að móta sitt eigið gildismat og til að lifa í samræmi við það. Þetta verkefni krefst vissulega bæði persónulegra og félagslegra skilyrða sem samfélaginu ber þá eftir megni að láta mönnum í té. En um leið og farið er að inn- ræta þegnunum einhver tiltekin lífsgildi, sem ná handan þessara for- sendna og þeim beri að lifa eftir, er meginleikreglan brotin. Þessi rödd kann að hljóma hjáróma í samfélagi þar sem bæði valdboð stjómvalda og gylliboð markaðsafla dynja á okkur frá morgni til kvölds, frá vöggu til grafar. Þessi öfl hafa alltaf áhrif á gildismat og í mörgum tilvikum móta þau beinlínis hugmyndir okkar um eigin þarfir. En þótt við ramman reip sé að draga breytir það því ekki að þessi hjá- róma rödd er rödd þeirrar siðferðishefðar sem sigrað hefur í okkar hug- myndaheimshluta. Og hana eigum við ekki að kveða niður með um- deilanlegum lífsgildaboðskap, heldur styrkja hana með því að móta öfluga samræðumenningu sem gerir okkur kleift að takast á við lífs- verkefni okkar í „frjálsum og jöfnum umræðum,“ eins og John Stuart Mill kemst að orði í Frelsinu.21 Þannig styrkjum við þær leikreglur sem mótazt hafa í lýðræðismenningunni og nýtum þær jafnframt til að gagnrýna þau hagsmunaöfl og lífsgildi sem halda aftur af mögu- leikum þegnanna til að móta samfélag sitt og menningu á frjálsan og skapandi hátt.28 5. Lokaorð: Aðrir en heimspekingar eru fœrari um að boða lífsgildin Ég hef haldið því fram að það sé ekki í verkahring siðfræðinnar að boða tiltekin lífsgildi sem fólk eigi að tileinka sér til að lifa farsælu lífi. Höfuðhlutverk siðfræðilegrar rökræðu sé að móta og skýra sann- gjarnar leikreglur sem geri fólki kleift að lifa í samræmi við eigið 27 John Stuart Mill, Frelsið, Jón Hnefill Aðalsteinsson og Þorsteinn Gylfason þýddu (Hið íslenzka bókmenntafélag 1970), s. 46. 28 Ég ræði þetta atriði frekar í greinunum „í leit að lýðræði," Skírnir (1991) og „Orðræðan um frelsið," Hugur (1996).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.