Hugur - 01.01.1997, Page 50
48
Vilhjálmur Árnason
HUGUR
ingunni. Vissulega eru þær leikreglur sem mótað hafa lýðræðismenn-
ingu Vesturlanda samofnar grundvallarlífsgildum frelsis, siðferðilegs
jafnaðar og réttlætis. En það er mikilvægt að greina á milli slíkra
grunngilda sem eru nauðsynleg skilyrði frjálslynds fjölhyggjusamfél-
ags og þeirra lífsgilda sem fela það í sér að fólk eigi að taka upp
tiltekinn lífsmáta. Það er eitt lykilinntakið í þessum grunngildum að
einstaklingar eigi að hafa svigrúm bæði til að móta sitt eigið
gildismat og til að lifa í samræmi við það. Þetta verkefni krefst
vissulega bæði persónulegra og félagslegra skilyrða sem samfélaginu
ber þá eftir megni að láta mönnum í té. En um leið og farið er að inn-
ræta þegnunum einhver tiltekin lífsgildi, sem ná handan þessara for-
sendna og þeim beri að lifa eftir, er meginleikreglan brotin. Þessi rödd
kann að hljóma hjáróma í samfélagi þar sem bæði valdboð stjómvalda
og gylliboð markaðsafla dynja á okkur frá morgni til kvölds, frá
vöggu til grafar. Þessi öfl hafa alltaf áhrif á gildismat og í mörgum
tilvikum móta þau beinlínis hugmyndir okkar um eigin þarfir. En
þótt við ramman reip sé að draga breytir það því ekki að þessi hjá-
róma rödd er rödd þeirrar siðferðishefðar sem sigrað hefur í okkar hug-
myndaheimshluta. Og hana eigum við ekki að kveða niður með um-
deilanlegum lífsgildaboðskap, heldur styrkja hana með því að móta
öfluga samræðumenningu sem gerir okkur kleift að takast á við lífs-
verkefni okkar í „frjálsum og jöfnum umræðum,“ eins og John Stuart
Mill kemst að orði í Frelsinu.21 Þannig styrkjum við þær leikreglur
sem mótazt hafa í lýðræðismenningunni og nýtum þær jafnframt til
að gagnrýna þau hagsmunaöfl og lífsgildi sem halda aftur af mögu-
leikum þegnanna til að móta samfélag sitt og menningu á frjálsan og
skapandi hátt.28
5. Lokaorð: Aðrir en heimspekingar eru fœrari um að boða lífsgildin
Ég hef haldið því fram að það sé ekki í verkahring siðfræðinnar að
boða tiltekin lífsgildi sem fólk eigi að tileinka sér til að lifa farsælu
lífi. Höfuðhlutverk siðfræðilegrar rökræðu sé að móta og skýra sann-
gjarnar leikreglur sem geri fólki kleift að lifa í samræmi við eigið
27 John Stuart Mill, Frelsið, Jón Hnefill Aðalsteinsson og Þorsteinn Gylfason þýddu
(Hið íslenzka bókmenntafélag 1970), s. 46.
28 Ég ræði þetta atriði frekar í greinunum „í leit að lýðræði," Skírnir (1991) og
„Orðræðan um frelsið," Hugur (1996).