Hugur - 01.01.1997, Page 88
86
Halldór Guðjónsson
HUGUR
b. Efldu hamingju/velferð annarra.
B. Skyldur hvers gagnvart sjálfum sér:
a. Að hafa vald á sjálfum sér; æðruleysi.
b. Skyldur við sjálfan sig sem lífveru: Að
viðhalda sjálfum sér og starfshæfni sinni
(andstæð siðabrot eru: Sjálfsvíg og
sjálflimlesting, lostafullt lífemi í heild og
ofnautn einstakra náttúmlegra nautnarefna).
c. Skyldur við sjálfan sig sem siðferðisvera:
Sannsögli, hófsemi í kröfum til sjálfs sín,
sjálfsvirðing (andstæð afbrot era: Lygar, sínka
og undirlægjuháttur).
C. Skyldur gagnvart öðrum:
a. Skyldur við aðra í ljósi þess að þeir eru
menn: Velgerðar-, þakklætis- og
hluttekningarskylda.
b. Skyldur með tilliti til ástands manna og
stöðu: Skyldan að virða menn (andstæð glöp:
Dramb/oflæti, slúður).
Forsendur Kants
Þær eru allar úr hans eigin kenningum, einkum gagnrýni hreinnar og
hagnýtrar skynsemi.
Úr Kritik der reinen Vernunft. Ferill þekkingarinnar er þessi:
Skynjun f Skilningur f Skynsemi, sem svarar til: Einstök atvik f
Sérstök lögmál f Algildar reglur.
Úr Kritik der praktischen Vernunft: Hér er ferill breytni þessi:
Skynsemi f „Skilningur“ f „Skynjun“ eða öllu betra: Óskilyrt siðaboð
f Breytnireglur f Breytni.
Það skiptir fleira máli í kenningu Rawls í heild en það sem ég
kallaði kennisetningar hans, sem eins mætti kalla meginniðurstöður
hans um það hvemig réttlætið artar sig, aðföng hans og forsendur til
kenningasmíðinnar. Meginefni fyrri bókar hans A Theory ofJustice er
uppbygging eða smíði þessara kennisetninga og aðferðirnar við
uppbygginguna eða smíðina eru röksemdir fyrir kennisetningunum.