Hugur - 01.01.1997, Síða 108

Hugur - 01.01.1997, Síða 108
106 Vilhjálmur Árnason HUGUR fræðileg líkön að þau eru endursmíð (rekonstruktion) þess sem leynist í veruleikanum sjálfum og draga það fram í hreinni mynd - ekki hugsmíðar (konstruktionir) sem hafa ekkert með raunveruleikann að gera. En nú kynnu menn að spyrja: Hvað verður um samnings- hugmyndina ef Rawls lætur sáttargjörðarmenn einungis sammælast um hugmyndir sem leynast þegar í lýðræðismenningunni? Til að svara því mætti rifja upp spurningu sem miðaldamenn veltu fyrir sér: Er athöfn rétt vegna þess að hún samrýmist vilja Guðs eða er hún Guði þóknanleg vegna þess að hún er rétt? Fyrri kosturinn leggur áherzlu á vilja Guðs sem hann hyggst fá framgengt meðal manna; síðari kosturinn leggur áherzlu á að rökin fyrir réttmæti athafna eru sjálfstæð gagnvart vilja Guðs en algóður vilji hans sé fólginn í því að lúta ávallt þeim rökum. Mér sýnist að þetta megi heimfæra á sáttargjörðarmenn undir fávísisfeldi. Lögmálin sem þeir komast að eru ekki réttlát vegna þess að þeir hafi ákveðið þau - þau séu þeirra smíðisgripir - heldur komast þeir að þessum niðurstöðum vegna þess að þeir sjá það óvenjuskýrt í hverju réttlætið er fólgið. Innsæi þeirra í þær hugmyndir sem búa í innviðum lýðræðislegrar stjórnskipunar er ótruflað af sérhagsmunagæzlu okkar dauðlegra manna. Þetta er því ekki sammæliskenning um réttlætið í þeim skilningi að réttlæti sé það sem sáttargjörðarmenn sammælast um; ég kýs frekar að segja að sammælið sé leið Rawls til að sýna fram á að það réttlæti sem lýðræðishefð hins borgaralega samfélags hefur borið fram - og felst öðru fremur í hugmyndinni um siðferðilegan jöfnuð og kröfunni um að skapa öllum jöfn tækifæri - sé sanngjöm, jafnframt því sem hún er leið til að sýna fram á hvaða ályktanir okkur ber að draga af þessum hugmyndum. En nóg um Rawls í bili - hvað með kenningu Kants í þessu tilliti? Svo gripið sé aftur til hinnar upphaflegu líkingar: Eru grundvallar- kennisetningar hans smíðisgripir fremur en fundnir dýrgripir? Sjálfur talar Kant reyndar um hinn góða vilja líkt og gimstein sem glói í mannsorpinu og mætti því segja að væri vandfundinn dýrgripur. En um þennan dýrgrip hverfist kenningasmíð Kants í siðfræðinni. Um hana komst Halldór svo að orði undir lok fyrirlestrarins: „í Grund- legung finnur Kant hið æðsta siðaboð ef svo má segja á vettvangi mannlegra athafna og í reynslu manna. Hann skoðar nokkur mikils- verð og uppljómandi dæmi sem sýna siðaboðið að verki og dregur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.