Hugur - 01.01.1997, Síða 125
HUGUR
Skýrslur stjórnar
123
nokkuð óvenjulegt að kynning á þessum viðburð komst á forsíðu eins
af dagblöðum landsins og þrátt fyrir takmarkaða útbreiðslu þess kann
það að hafa ýtt undir aðsókn. Síðari samdrykkjan, sem haldin var 1.
júní, var jafn illa sótt og hin var vel sótt, en viðfangsefnið þar var
spumingin: „Tekur sambandsríki við að þjóðríkinu dauðu?“ Wayne
Norman frá Ottawaháskóla í Kanada og Ágúst Hjörtur Ingþórsson,
formaður félagsins, fluttu framsögur, hvor á sínu móðurmáli og að
þeim loknum vom umræður um viðfangsefnið.
Áttundi árgangur af Hug kom út í maí undir ritstjórn Skúla
Pálssonar. Efni tímaritsins var fjölbreytt svo sem venja er orðin:
Greinar eftir Kristján Kristjánsson, Vilhjálm Ámason, Atla Harðarson
og Henry Alexander Henrysson; þýðing á grein eftir Paul Edwards -
auk þýðingar og inngangs Guðmundar Heiðars Frímannssonar á
greininni „Það sem skjaldbakan sagði við Akkilles“ eftir Lewis
Carroll. Þá voru ritdómar, ritfregnir og skýrslur áranna 1993-1995
birtar.
21. starfsár 1996-1997
Eftir aðalfund félagsins, sem haldinn var 20. maí, var stjómin þannig
skipuð: Ágúst H. Ingþórsson, formaður, Skúli Pálsson, ritari, Magnús
Stephensen, gjaldkeri, Egill Amarson og Jóhann Bjömsson. Var um
litlar aðrar breytingar á stjóminni að ræða en þær að Skúli tók við
ritara- og ritstjórastarfinu af Haraldi Ingólfssyni. Fram kom á aðal-
fundinum að tekist hafði að koma fjárhag félagsins á réttan kjöl og
jafnframt halda úti viðeigandi dagskrá.
Á starfsárinu vom haldnir fimm opinberir fyrirlestrar og ein sam-
drykkja. Fyrsti fyrirlestur starfsársins var haldinn 31. ágúst þegar
Eyjólfur Kjalar Emilsson hélt fyrirlestur sem hét „Dygðir og gerðir í
siðfræði Platons og annarra fommanna.“ Var hann prýðilega vel sóttur
þrátt fyrir að vera haldinn óvenju snemma árs. Þann 28. nóvember
kvað síðan nýr stjómarmaður í félaginu, Jóhann Bjömsson, sér hljóðs
og flutti fyrirlestur sem nefndist „Að girnast konu.“ Jóhann fylgdi
þeirri hefð sem hefur skapast hjá félaginu að flytja fyrirlestur að loknu
framhaldsnámi, en hann hafði nýlokið M.A. prófi frá Kaþólska
háskólanum í Leuven. Skömmu fyrir jól, eða 22. desember, kom síðan
annar góður gestur, en það var Stefán Snævarr frá Noregi. Flutti hann
fyrirlestur sem nefndist „Mannúðarmálfræðin.“ Þar var fjallað um