Hugur - 01.01.1997, Síða 130
128 Ritfregnir HUGUR
Páll S. Árdal: Siðferði og mannlegt eðli. Reykjavík: Hið ísl. bók-
menntafélag, 1997. 177 bls.
Fjallað er um siðfræði Davids Hume, m.a. hugmyndir hans um skynsemina
sem ambátt ástríðnanna, löghyggju og sjálfræði, eðlis- og gervidyggðir. Leidd
eru fram ýmis ágreiningsefni í siðfræði nútímans.
James Rachels: Stefnur og straumar ísiðfrceði, þýð. Jón Kalmansson.
Reykjavík: Háskólaútgáfan - Siðfræðistofnun, 1997. 280 bls.
Hér er um að ræða aðgengilegt inngangsrit sem gagnast öllum þeim sem hafa
áhuga á siðfræði eða vilja kynna sér hana. í bókinni er að finna fjölda dæma,
frásagna og röksemda sem gerir bókina skemmtilega aflestrar og auðveldar
skilning á flóknum hugmyndum og kenningum.
Sigmund Freud: Undir oki siðmenningar, þýð. Sigurjón Bjömsson.
Reykjavík: Hið ísl. bókmenntafélag, 1997. 87 bls.
Staða mannsins sem einstaklings og samfélagsþegns; frelsið og skerðingar
þess - árekstrar og togstreita. Eitt mest lesna rit Freuds.
Abelard: Hrakfallasaga - Bréf, þýð. Einar Már Jónsson. Reykjavík:
Háskólaútgáfan - Heimspekistofnun, 1997. 250 bls.
Hin víðfræga sjálfsævisaga franska heimspekingsins Abelards, ásamt bréfum
hans til ástkonunnar Heloisu.
Martin Levander: Heimspeki, þýð. Þröstur Ásmundsson og Aðalheiður
Steingrímsdóttir. Reykjavík: Mál og menning, 1997. 234 bls.
Inngangsrit um heimspeki fyrir nemendur og áhugafólk. Bókin er leiðarvísir
um greinina, auðskilinn en ítarlegur. Staðnæmst er við marga áfangastaði sem
máli skipta og höfundur leggur ýmsar spumingar og álitamál fyrir lesandann.
Bókin er prýdd 40 litmyndum af listaverkum.