Búnaðarrit

Volume

Búnaðarrit - 01.08.1916, Page 42

Búnaðarrit - 01.08.1916, Page 42
200 BÚNAÐARRIT amíðeíni (albumosur, peptonur, aminsýru o. s. frv.). Eru það mjög auðleyst efni og sogast vel upp i líkam- ann. Þessi skifting getur haldið lengi áfram, en þá fer fóðrið að hafa lítið fóðurgildi; það fer að rotna. Myndast þá mörg efni, sum daunill og skaðleg fyrir líkamann (brennisteinsvatnsefni, kolsýra, ammoniak, saltpétursýra, vatn). í ungum jurtum er tiltölulega lítið af eggjahvítu- efnum, en meira af amíðefnum. Eru þau oft nefnd ó- þroskuð eggjahvíta, enda eru amíðefnin milliliður á milli eggjahvítu og ólífrænna sambanda (kolsýru, ammoniaks, vatns) eða eggjahvítu á þroskastigi. Þar af leiðandi er lítið af amíðefnum en tiltölulega mikið af eggjahvítu í fullþroskuðum jurtum. í rófum og kartöflum er mjög lítið um köfnunarefnissambönd, en þar eru það nær tóm amíðefni. Sömuleiðis í öilu súru og skemdu fóðri, eða strax og eggjahvítuefnin taka að leysast sundur, myndast amíðefni. Sumir telja amíðefni næringarminni en hreina eggjahvítu, aðrir halda þeim fram sem jafn- góðum, að minsta kosti ýmsum flokkum þeirra, en ekki er hægt að rekja það hér. Kolvetnfn. Næst vatni er langmest af kolvetnum í jurtunum okkar. Sbr. efnagreininguna áður. Kolvetnunum sem fóðri er venjulega skift í tvo aðal- flokka: önnur efni og jurtataugar. Önnur efni. Það, sem efnafræðingar kalla önnur efni, er í flestum jurtum lang-veigamesti hluti þeirra sem skepnufóður. Má þar nefna: sykur, mjölefni, pentosana og lífrænar sýrur. Sykurinn og mjölefnið (sterkjan) er lang-verðmætast. Er mikið af því í korn- tegundunum og maís, kartöflum, rófum og snemm- slegnu grasi og heyi.

x

Búnaðarrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.