Búnaðarrit

Volume

Búnaðarrit - 01.08.1916, Page 49

Búnaðarrit - 01.08.1916, Page 49
BÚNAÐARRIT 207 Næsta ár bjó eg til súrhey úr há ab mestu. Fór eg eins að. Hafði hest og strák til þess að troða jafnóðum og látið var í tóftina. Háin hafði staðið, sumt af henni, all-lengi í föngum, og var farin að skemmast, þegar inn var látin, en annars var hún mestöll mjög blaut. Um veturinn, þegar farið var að taka af henni, var megn fýla, rotnunar-fýla, af henni, og vildu gripir illa éta hana þannig beint úr tóftinni. Var hún þá látin liggja í sólar- hring upprifin; rauk þá af henni fýlan, en brennivíns- angan kom í staðinn, og át.u skepnur hana mætavel. Annars var háin græn og óskemd að sjá. Eg tel víst, að fýlan, sem kom af rotnun köfnunar- efnissambanda, hafl mest komið af því, að háin var skemd orðin, áöur en hún var látin í tóftina. Hiti í súrheyi. Ekki datt mór annað í hug, en hitna mundi í blautri hánni, þó ekki hefði hitnað í út- heyinu árið áður. Beið eg því í fleiri daga effir hitan- um og lét ekki á fargið. Eftir nær því 3 vikur að byrjað var að láta i tóftina, var þó fargið látið á. Var þá 18— 20° hiti á C. út við veggi, en 29° í miðju. Meiri varð ekki hitinn, af því vel hafði verið troðið saman, og í súrlieyi er bezt að liitinn sé sem minstur. Sbr. gerðina. Aðferðin er þá þessi: Gryfjuveggir loftþéttir, lóðréttir og vel sléttir. Ileyið látið nýslegið með fullum vökvaþrýsting beint í tóftina, það grófgerðasta neðst. Lakara hey út við veggi og ofan á. Sé heyið farið að þorna, er bætt í vatni, svo vel blotni. Heyið vandlega riflð sundur og jafnt dreift yfir alla tóftina. Alstaðar vel troðið, þó einkum út við veggi. Gryfjan fylt á sem styztum tíma, helzt ekki meira en vikutíma. Farg látið strax á eftir þörfum (sjá síðar). Sœthey. Ekki líkaði mér þessi súrheysgerð, og ákvað eg þá að reyna aðra aðferð, er enskur bóndi, Mr. Fry, fyrstur gerði og nefndi sætheysgerð. Hana hefl

x

Búnaðarrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.