Búnaðarrit

Årgang

Búnaðarrit - 01.08.1916, Side 75

Búnaðarrit - 01.08.1916, Side 75
BÚNAÐARRIT 233 lækkar aftur í verði. Landið má ekki vera án korn- forðabúra á einhvern hátt, a. m. k. meðan heyásetnings- málið er ekki lengra á veg komið hjá okkur en enn er orðið, og jafnvel hvort sem er — líka til bjargar fyrir mcnn í ísaárum. Hefir það sést í vor, hversu mikilsvert það var, að landið átti nokkurt korn, sem senda mátti þangað, sem brýnust var þörfin. Hvernig hefði farið, ef ís hefði verið fyrir landi ? Félagatal. Nýir félagar árið sem leið voru 74, og það sem af er þessu ári 45. Félagatalan alls er nú komin eitthvað á 14. hundraðið. Jón H. Þorbergsson fjárræktarmaður hélt fyrirlestur um fjárdauðann 1914. Þá var borin upp og samþykt með samhljóða at- kvæðum svolátandi tillaga: „Fundurinn skorar á landsstjórnina að gera það sem auðið er til þess, að sém minst vand- ræði hljótist af því fyrir landið, ef útflutningur á saltkjöti til Norðurlanda verður algerlega stöðvaður og Englendingar vilja ekki ganga í kaupin. Ennfremur skorar fundurinn á landsstjórnina að láta þegar í stað rannsaka markaðshorfur í Englandi fyrir kælt og freðið kjöt og sauðfé héðan og gangast fyrir því, að tilraunir í þvi efni, að opna oss slíkan markað þar, verði byrjaðar þegar næsta haust". Tillagan var frá Eggert Briem, bónda í Viðey, en orðunum „og sauðfé" bætt inn í eftir tillögu Bjarnar hreppstjóra Bjarnarsonar í Grafarholti. Jón H. Þorbergsson vakti máls á nýbýlamálinu.. Áleit að hægt væri með styrk af almannafé að fjölga sjálfstáeðum býlum, án þess að með því væri mein gert

x

Búnaðarrit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.