Hlín - 01.01.1924, Page 7

Hlín - 01.01.1924, Page 7
Hltn 5 matin ti! að ferðast um Sambandssvæðið og halda fyrir- lestra og námsskeið í uppeldismálum. Hafði hún gert til- raun til að fá skólastjóra síra Magnús Helgason til fyrir- lestraferða, en það engan árangur borið að þessu sinni. Aðrir sem stjórninni höfðu dottið í hug, voru bundnir öðrum störfum á þeim tíma, sem tök voru á að menn gætu notfært sér slíka fræðslu. — Þá hafði stjórnin sótt um 500 króna styrk til Alþingis eins og undanfarin ár og fengið hann. — Sömuleiðis hafði hún í vetur sent deildum Sambandsins áskorun um að koma heilsuhælismálinu inn á þingmálafundi til umræðu. II. Pá var tekið fulltrúatal og voru mættar þessar konur: Frá kvenfjelaga-sambandi Suðurþingeyinga: Hólmfríður Pjetursdóttir, Arnarv., og Helga Kristjánsdóttir, Breiðumýri. Frá Kvenfjelagi Svalbarðsstrandar: Herdís Tryggvadóttir, Arndísarstöðum, og Sigurbjörg Benediktsdóttir, Breiðabóli. Frá Hjúkrunarfjelaginu »Hlíf« á Akureyri: Anna Magn- úsdóttir og Arndís Níelsdóttir. Frá Kvenfjelagi Húsavíkur: Aðalbjörg Benediktsdóttir og Helga Guðnadóttir. Frá Kvenfjelagi Siglufjarðar: Jónína Jónsdóttir. Stjórnin öll mætt. III. Lesin fundargerð síðasta fundar og ávarp það, er stjórnin hafði sent deildum Sambandsins fyrir þennan fund. IV. Fulltrúar gáfu skýrslur um starfsemi fjelaga sinna og fjelagasambanda. V. Kosnar til að endurskoða reikninga Sambandsins: Aðalbjörg Benediktsdóttir og Arndís Níelsdóttir. Vf. Heimilisiðnaður; Framsögukona Hólmfríður Pjeturs-

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.