Hlín - 01.01.1924, Page 12
10
Hlín
Fundargerðin Iesin upp og samþykt.
Fundi slitið.
Kristbjörg Jónatansdóttir.
Pórdis Ásgeirsdóttir. Sigríður Porláksdottir.
Eftir fundinn flutti Benedikt Björnsson, skólastjóri á
Húsavík, erindi um uppeldismál. Þá söng flokkur skóla-
barna undir stjórn söngkennara, frú Kristínar Blöndal, í
kirkjunni fyrir fundarkonur.
Að lokum hjelt Kvenfjelag Húsavíkur fulltrúum og
fundargestum kaffisamdrykkju, og skemtu konur sjer fram
á nótt við ræðuhöld og söng.
Ávarpið til læknafundarins.
Aðalfundur »Sambands norðlenskra kvenna« var að
þessu sinni haldinn á Húsavík í Suður-Þingeyjarsýslu
dagana 23.-25. júní þessa árs.
Eins og venja er til voru þar rædd heilbrigðismál, og
þá einkum stofnun heilsuhælis á Norðurlandi, sem um
síðastliðið áraskeið hefir verið eitt af mestu áhugamálum
norðlenskra kvenna.
Varð það að samþykt á fundinum að biðja læknafund-
inn um átit hans á þörf fullkomins heilsuhælis á Norður-
landi, í fullu trausti þess, að læknarnir sjálfir hafi eld-
heitan áhuga á því að ráða sem heppilegast fram úr hinu