Hlín - 01.01.1924, Síða 16
14
Hlin
Skýrslur frá fjelögum.
Kvennabandið í Vestur-Húnavatnssýslu.
Samband þetta er 6 ára gamalt, og eru í því _3
fjelög: Kvenfjel. »Freyja« í Víðidal, Kvenfjel. »Auð-
ur« í Miðfirði og »KvenfjeI. Staðarhrepps« í Hrútafirði.
Fjelögin hafa öll unnið að heimilisiðnaðarmálum, og hefir
því verk Sambandsins aðallega verið að samræma kraft-
ana og hafa forgöngu um framkvæmdir. — Aðalátakið
í fyrra vetur, er Sambandið rjeðist i að taka vefnað-
arkonu, er starfaði í 6 mánuði á Sambandssvæðinu,
ferðaðist um og leiðbeindi á heimilunum, körlum jafnt
sem konum, og hjelt loks námsskeið á Hvammstanga,
er var sótt af ungu fólki af fjelagssvæðinu. Að því end-
uðu var sýning haldin á hinum ofnu munum, (Kaup
kennarans var 300,00 auk fæðis.)
Saumanámsskeið fyrir unglingsstúlkur hafa verið haldin
við og við innan fjelaganna og hafa þótt gefast vel, nú
langar Sambandið til að gangast fyrir að kona verði
fengin næsta vetur, er starfi 6 mán. hjá fjel. eins og
vefnaðarkonan. Hver veit nema við síðarmeir fáum svo
á sama hátt kennara fyrir unglingsdrengina, komið hefir
það til orða innan fjelaganna, að ekki væri þeim síður
þörf á verklegri fræðslu.
Öll hafa fjelögin styrkt fátæka og veika eftir ástæðum
og þörfum á hverjum stað og tíma. Miðfjarðarfjelagið
hafði hjúkrunarkonu um skeið, og Hrútafjarðarfjel., sem
er elst af fjel. þessum og upprunalega Hringfjelag, hefir
sjerstaklega tekið sjer fyrir hendur að hjálpa berklaveikum
sjúklingum. (Fjel. á sjóð, er nefndur er »Hringsjóður«,
er hann á 6. hundr. krónur, hann selur minningarspjöld
sjer til eflingar.)
Er Sambandsfundur norðlenskra kvenna var haldinn á