Hlín - 01.01.1924, Page 24

Hlín - 01.01.1924, Page 24
22 Hlln því auðmeltari, þar eð meltingarsafarnir komast vel inn i brauðið. Úr þessu er mjög auðvelt að bæta með því að tyggja vel rúgbrauðið. Fyrir utan hinn mikla verðmun, hafa rúgbrauðin þann kost að innihalda dýrmæt hollustu- efni, sem likaminn má ekki án vera; en auk þess bætir rúgurinn stórum meltinguna með því að örfa hreyfingar þarmanna og koma lagi á hægðirnar. Fjöldi fólks, sjer- staklega kvenfólk, þjáist af hægðaleysi, þetta mundi oft lagast, ef neytt væri meira rúgbrauðs. Kostnaðarhlið málsins er þannig, að samkv. skýrslum Hagstofunnar var árið 1921 flutt til landsins: Hveiti, 3372 smálestir kr. 2458000. Rúgmjöl, 3829 smál. kr. 1966000, Nærri því hálf þriðja miljón fyrir hveiti! Að vísu fer ekki alt hveitið í brauð og kökur, því hveitið er notað við ýmislega matargerð. Fjarri fer því, að bakað sje úr öllu innfluttu rúgmjöli, því talsvert fer í slátur, og svo er rúgmjöl líka notað sem skepnufóður. Auk rúgmjölsins voru árið 1921 futtar inn 58 smál. af ómöluðum rúgi. íslendingar berja nú mjög lóminn, og telja ýmsir nauð- syn bera til að hefta innflutning á varningi, sem að vísu má vera án í bili, en þó til óhagræðis að ýmsu leyti. Pegar svo kreppir að, virtist ekki úr vegi, að heilbrigðis- stjórn landsins og löggjafar athuguðu hversu heppilega er varið þeim miljónum, sem þjóðin greiðir fyrir mjölmat frá útlöndum, og með hverju móti mætti birgja landið að nauðsynlegri kornvöru fyrir lægst gjald. Gunnlaugur Claessen.

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.