Hlín - 01.01.1924, Page 26

Hlín - 01.01.1924, Page 26
24 Hlín Hjer þurfa mörg hliðstæð öfl að vera samtaka, ef vel á að fara, og taka á því sem þau hafa til. Ungmennafjelag íslands hefir í nærfelt öllum deildum sínum unnið að h.iðnaði: námsskeiðum, sýningum o. s. frv. og varið til þess miklu fje. . Heimilisiðnaðarfjelögin starfa að sjálfsögðu að sömu hugsjón. — Mörg kvenfjelögin — ekki einungis S. N. K. — hafa þetta mál á dagskrá sinni. Stendur þar fremst í flokki Thorvaldsensfjelagið í Reykjavík, sem um hálfrar aldar skeið hefir með frábærri elju og skyldurækni helgað þessu máli krafta sína. — Pað væri afar mikils virði að fá það fjelag með í þessa samvinnu, þó ekki væri annars vegna en, hve kunnugt það er góðum framleiðendum víðsvegar um land. Ressir þrír aðilar: Ungmennafjelögin, Heimilisiðnaðar- fjelögin og Kvenfjelögin þurfa hjer að taka höndum sam- an og hrinda þessu máli í gott horf, og láta sjer ekki í augum vaxa, þótt nokkuð þurfi að leggja í sölurnar fyrsta árið, meðan lagið er að komast á. — Pað mundi með þessum samtökum hepnast að koma upp góðri útsölu á Suður- og Norðurlandi, fyrst og fremst (éíðar kæmu undirdeildir í fleiri bæjum). Útsölurnar þurfa að geta keypt, gegn borgun út í hörtd, vandaða vinnu og vel útlítandi, og hafa föst viðskifti við góða framleiðendur um Iand alt. Útsölurnar eiga ekki að þurfa að versla með annað en íslenska vinnu og svo áhöld og efni til h.iðnaðar. Komist útsölurnar á, þarf að koma því svo fyrir, að sýnishorn gangi milli framleiðanda og kaupanda, og í hverri sveit þarf einhver að vera, sem annast sendingar frá og til útsölunnar, ef um pantanir er að ræða, einhver sem vel má treysta, og sem hefir gott vit á vinnubrögðumi Markaður erlendis. Eins og kunnugt er, flyst nú á seinni árum ekki annað út úr landinu af íslenskum ullariðnaði en sölusokkar og vetlingar úr óvönduðustu ull, sem

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.