Hlín - 01.01.1924, Page 36

Hlín - 01.01.1924, Page 36
34 Hlln Hjer um bil í miðjum garðinum er stór kringlóttur grasreitur, hjer á með tímanum að koma gosbrunnur. Hefir myndhöggvari Einar Jónsson gert teikningu af slík- um brunni, og kann fjel. honum þakkir fyrir það. En vegna fjárhagsörðugleika verður ekki hægt að framkvæma það verk á næstu árum. Vel ætti og við, að í garðinn kæmi brjóstlíkan af frú Önnu Schiöth, frá þeim árum sem hún vann að stofnun og byrjunarrækt garðsins. Hefir það líka komið til mála, hvað sem um framkvæmdir verður. — En við sjáum nú hvað setur.* Skemtigarðar erlendis. Eitt af því marga sem vekur undrun og aðdáun íslendingsins, þegar hann kemur til útlanda, eru listigarðarnir. Peir eru víða stór flæmi, og þar gefur margt að líta. F*ar gnæfa himinhá, laufrík trje, mörg hundruð ára gömul, þar eru vötn og lækir, gang- stígar og grænir hólar, fáránlegustu skrautblóma-reitir og fegurstu myndhöggvaralistaverk í aðdáanlegu samræmi hvað við annað. — Þar úir og grúir af fólki af öllum stjettum, ungum og gömlum, ríkum og fátækum, þar eru foreldrar með börn sín, smá og stór, þar eru hrum gam- almenni, ærslafullur æskulýður, drembilátir hefðarmenn og konur, alt til að njóta hins heilnæma útilofts og feg- urðarinnar í görðunum, — en eitt er sameiginlegt með öllu þessu fólki, og það er virðingin sem það ber fyrir garðinum og þeim reglum sem þar eru settar. Snemma á morgnana eru garðarnir opnaðir, og kl. 11 á kveldin hringir dyravörðurinn svo heyrist um allan garðinn, og þá fara allir út, tafarlaust. Ríkin veita stórfje árlega til reksturs þessara garða. Langt mun verða í land þangað til íslenska ríkið sje fært um að veita þegnum sínum þær yndisstundir, sem slíkir garðar veita. En mjór er mikils vísir, og hver veit * I garðinum er brjóstlíkan af skáldinu Matthíasi Jochumssyni, er Akureyrarbúar reistu á 80. afmæli skáldsins.

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.