Hlín - 01.01.1924, Side 43
Hltn
41
og fjöllc og »Hvað sástu sál mín fegra, en sólar morg-
undýrð«. Og alt elskar sólin, »hagann grænan og hjarnið
kalt«, alt fegrar hún og bætir.. »Hvar sem tárin kvika á
kinn, þau kyssir geislinn þinn.« — Það yrðu víst seint
taldar upp unaðssemdir ljósanna, þeirra sem augun sjá,
en þó hafa andlegu Ijósin enn meiri þýðingu fyrir lífið,
eins og alt sem sálinni viðkemur er meira virði en lík-
aminn, þó flest, sem annað gleður, hafi áhrif á hitt, með-
an sálin er í umbúðum líkamans, og víst er um það, að
ljós náttúrunnar hafa oft meiri áhrif á sálina en mælsku-
þrungin orð ræðumanna. — En það er eitt Ijós, sem
hefir sömu áhrif á sálina og sólarljósið á náttúruna til
þess að verma og Iífga, gleðja og græða, það er: Ljós
kærleikans, og það Ijós erum við, sem kennum okkur
við nafn Krists, hins alfullkomna kærleika, skyldug til að
kveikja, og láta loga okkar á milli. — »Æ, maður hefir
nú svo oft heyrt þetta, en hve margir eru þei.r sem eftir
því breyta?« spyr þú með efasvip. Já! hve margir þeir
eru, það er hvorki mitt nje þitt að telja, einungis kemur
okkur það við, hve oft og skært okkar eigin Ijós loga.
»Pað er nú líklega heldur dauft, mann vantar heldur en
ekki efni til þess að gera gott, og svo eru menn oft svo
langt frá þeim sem bágt eiga, að ómögulegt er að ná
til þeirra, það gengur svo víst fyrir flestum.« Pað er satt,
að ljósin okkar Ioga dauft, því ekkert mannlegt er full-
komið, en þau eru oftar kveikt og loga skærara, en þeir
geta sjeð, sem líta á alla tilveruna eins og í gegn um
reyklitað gler. — Kærleikurinn er ekki hávær, og því er
það, að margt kærleiksverkið er að engu haft í ræðu og
riti, þó það hafi sín blessunarríku áhrif á þann sem það
vinnur og þann sem fyrir því verður. Alveg eins og ljósið
lýsir upp húsið, sem það er kveikt í, þó ekki megni það
að bera birtu langt út fyrir það, en samt stafa geislar
þess út um gluggana og geta gert mikið gagn, »vísað
leið, er veginn þrýtur«, og vakið von og gleði í huga