Hlín - 01.01.1924, Page 45

Hlín - 01.01.1924, Page 45
Hlin 43 barni og kaldlyndum manni, sómamanninum jafnt og glæpamanninum, sú þrá er gjöfin ómetanlega, sem fylgir guðseðli mannsins. — Hún sefur stundum þessi þrá, en alstaðar vaknar hún við Ijómann af Ijósi kærleikans. Með öðrum orðum: Sannur kærleikur vekur ætíð þærleika. En því er ver, að ekkert ljós á jörðu er svo bjart, að ekki geti skugga á það borið, og því nýtur oft svo lítið birtu og varma þess Ijóss, sem þó er »sólbros sætt um svart- an skýjadag«, og sem svo óendanlega »getur blíðkað, bætt og betrað andans hag.« Nú eru mörgum orðin kunn áhrif sólarljóssins á lík- amsheilsu manna, en samt eru menn hirðulitlir og fram- kvæmdarlausir um notkun þess, sem kemur til af því, að menn trúa ekki nema til hálfs, að það sje heilsunni nauðsynlegt. Alveg eins er ástatt um áhrif kærleiksljóssins á andlega lífið. Væri mönnum orðin það lifandi sannfær- ing, að kærleikurinn sje »Mestur í heimi«, þá mundi hver og einn hlynna betur að honum í huga sínum og Iýsa öðrum um Ieið, og bjartara yrði þá kring um mann sjálf- an. Við mundum þá líka enn betur finna, hve okkur er mikið ábótavant, og tækjum undir með skáldinu í alvöru og einlægni: Kærleikans andi! hjer kom með þinn sólaryl blíða, kveik þú upp eld þann, er hjartnanna frost megi þíða, breið y fir bygð bræðralag, vinskap og trygð, Iát það vorn lífsferil prýða, Björk.

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.