Hlín - 01.01.1924, Page 55

Hlín - 01.01.1924, Page 55
Hlln 53 losast úr fátækt, eða að minsta kosti úr öllum þeim ræfil- dómsóþrifum, sem oft fylgir fátæktinni, og sem merkir menn með skrílsnafni í Ameríku, því þar er með alt öðrum og strangari augum litið á allan slíkan vesaldóm heldur en hjer á íslandi. — Hjer á Iandi líðst mönnum alt. »Hjer er oss frjálsast alt«, segir skáldið. Hjer þykir ekkert tiltökumál, þó fátæktinni fylgi sóðaskapur. Að fá- tæklingar sjeu alla jafna óhreinir, í óhreinum fötum og karbættum bæði á bak og fyrir, eða að karlmenn gangi órakaðir hversdagslega, en konur óþvegnar og illa greidd- ar, og að húsakynnin sjeu mestu sóðagreni. Hjer er ekki hneykslast á því um kotbæi og heimili í sjávarþorpum, þó að skamt frá bæjardyrum sje svört skolpvilpa í hlað- varpanum, þorskhausar og slor kringum húsin, og engin stjett framan við þau, svú að aurinn berst beint inn i híbýlin, en inni bæði daunilt og dimt, rúmfatnaður lje- legur, bættur og óþrifalegur, en fólkið lúsugt og flóbitið. Petta sætta menn sig við hjer af gömlum vana; bæði við moldargólf, rusl undir rúmum, ryk á bitum og sperrum, dordingulsvef í hornum og skotum og gisna súð þar sem skín í torfið, en gulnað gras í rifum, — (ef ekki hefir verið tekið til bragðs að klæða súðina með Lög- bergi og öðrum frjettablöðum). Petta og því um líkt sætta margir sig við hjer á ís- landí, sem fátækir eru, eins og væri það góður og gildur íslenskur heimilisvani, og þykir mörgum engin skömm að, því þannig lifa einnig sumir, sem komnir éru í þó nokkur efni, — svo ekki er ieiðum að líkjast! — Jeg segi ekki að þetta sje alment, en svona skrælingja-búskapur sjest alt of víða og á ekki að líðast, því margt þetta fólk er vel viti borið og getur spjarað sig betur en það gerir. í Ameríku er hugsunarhátturinn orðinn allur annar. Efnalitlir Vestur íslendingar, sem tækju upp slíka heimilis- háttu og nú hefir verið lýst, mundu verða útskúfaðir öllum frá, eða komast niður í skrílstöluna og eiga þaðan

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.