Hlín - 01.01.1924, Side 61

Hlín - 01.01.1924, Side 61
Hlln 59 renni saman í dálítinn foss, og fá þannig meiru áorkað á ýmsum sviðum en ella. F*á taka vérslun og iðnaður og ýmsar fleiri atvinnugreinir stórum framförum. Listir og vísindi, sem áður áttu örðugt uppdráttar, blómgast. Bæ- irnir verða þannig nokkurskonar verksmiðjur í þjóðlífinu; þeir eru stórvirkir, og frá þeim eignast þjóðirnar ýms verðmæti, sem þær ekki geta eignast á annan hátt. En með því er ekki nema hálfsögð sagan, því að þeir eiga það líka sameiginlegt með verksmiðjunum, að þeir brenna ógurlega miklu eldsneyti. En eldsneyti kaupstaðanna er sjálF lífsorka þjóðanna, þeirra eigið lifandi hjartablóð. Ómótmælanleg reynsla hefir sýnt, að borgirnar eru svo ^ óhollur samastaður íbúum sínum, að þegar þar fara að dvelja kynslóðir fram af kynslóðum, þá smáhnignar öllum þeirra frjóustu kröftum, bæði andlegum og líkamlegum. Frægur norskur rithöfundur, Chr. Gjerlöff, hefir tekið sjer fyrir hendur að rannsaka orsakirnar að blómgun og hnignun þjóðanna gegnum liðnar aldir, og tekur þetta mál til meðferðar í einu rita sinna. Hann hefir komist að þeirri niðurstöðu, og leitt sterkar líkur að því, að borg- irnar eigi þátt í hvorutveggja. Þegar þær myndast, streym- ir þangað smásaman kjarni þjóðarinnar, Peir framgjörn- ustu, þeir sem finna til kraftanna í sjálfum sjer, og langar til að beita þeim, hverfa fleiri og fleiri inn í æfintýraheim hinna vaxandi borga, og stórvirki gerast brátt á mörgum sviðum. — En aðstreymið til borganna er hóflaust. Áður en lýkur, er landsbygðin rúin öllum sínum bestu kröftum, og getur ekki endurnært bórgirnar lengur. Pær visna því smásaman upp, og hnignunin færist yfir þjóðina hægt, en ákveðið eins og nóttin. Sje þessi tilgáta jafn rjett og hún er sennileg, eins og því miður ýmislegt virðist benda til meðal stórþjóðanna á yfirstandandi tímum, þá er hjer sannarlega alvörumál á ferðinni. Eftir þessu mætti líkja sveitunum og bæjunum við tvö trje. Annað, sveitirnar, stendur á föstum rótum

x

Hlín

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.