Hlín - 01.01.1924, Page 63

Hlín - 01.01.1924, Page 63
Htin 6t þá legðist að fullu niður öll umönnun fyrir, og öll rækt- arsemi við hina uppvaxandi æsku, m. ö. o. það starf, sem er undirstaða lífs og menningar á jörðu hjer. En ást foreldranna varðveitir líf barnanna, og leggur sig fram um uppeldi þeirra, eftir því sem föng leyfa, án þess að reikna hvern eyri eða stund, sem til þess fer, og heilbrigð skynsemi þjóðarinnar leggur nú orðið fram sinn skerf til að styrkja foreldrana að þessu starfi. — Og á sama hátt þarf það að verða svo, að ást bóndans til býiis síns knýr hann til að leggja fram alla sína krafta til að bæta það og prýða, án þess að reikna hvert við- vik til peninga, eins og alla tíð hafa gert bestu bændur þessa lands, og heilbrigð skynsemi þjóðarinnar styrkir þá að því verki með ráðum og dáð, — stefna, sem nú er hjer til allra heilla hafin, en þarf að fylgja vel eftir. F*ví að þetta hvorttveggja, uppeldi fólksins og ræktun landsins, er hliðstætt. F*að eru tvö ófrávíkjanleg skilyrði tilverunnar fyrir því, að þjóðin geti orðið langlíf í land- inu, en hvorugt vel til þess fallið að verða beint gróða- fyrirtæki þeirra, sem bera þau mál uppi, eftir venjulegri merkingu þess orðs. — Og bæirnir geta sannarlega orðið einn liðurinn í ræktun lýðs og lands. En þar sem reynsl- an hefir sýnt, að þeim hættir við að vaxa um of, eins og aðrennandi vatnið smádýpkar sinn eiginn farveg, þá verðum við að hamla þar á móti öllum kröftum, til þess að þeir verði ekki eins og sjúkur yfirvöxtur á trjenaðri jurt, heldur sem fullþroska aldin á sterkum og heilbrigð- um stofni. Bjarni Ásgeirsson frá Knarrarnesi.

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.