Hlín - 01.01.1924, Page 74

Hlín - 01.01.1924, Page 74
72 Hlin viðgerð á húsinu rífléga 4 þús. Verkstæðið uppkomið fullar 21 þús. kr. og tel jeg það vel sloppið, því vjelarnar eru álitlegar og sem sagt góðar, þótt þær sjeu dálítið notaðar. Hallgrímur skrifar 31. júlí þ. á.: Vjelarnar í Húsavík störfuðu 2V2 mánuð og kembdu um 3500 kg. í lopa, báru sig fjárhagslega með því. Kembingin var seld á kr. 1.80 pr. kg. nettó (meiri ull var ekki til í hjeraðinu eða næstu sýslurc). Nú er búist við miklu meira verkefni í ár, og verður þá kembingin líklega sett eitthvað niður. . . . . Jeg get, með 3—4 mánaða fyrirvara, útvegað nýjar kembi- vjelar (forkembivjel, lopavjel og tætara), sem kosta með öllu til- heyrandi hingað komnar rúml. 24 þús. kr. — Jeg fæ við og við til- boð um brúkaðar vjelar, sem eru hjer um bil helmingi ódýrari. En jeg tel óráðlegt að festa kaup í þeim nema sjá þær fyrst.* — Verk- stæði með nýjum vjelum hefi jeg áætlað kr. 50 þús.; með brúkuð- um vjelum tæpar kr. 40 þús., ef byggja þarf hús, virkja vatn og kaupa aflgjafa. — Það skal ekki standa á mjer að koma verkstæð- unum á fót, ef einhverjir áræða að framkvæma. . Það er sannarlega þörf á að styðja að því }n.ar. velnsson sem frekast er unt að kenna vefnað í sem a eir skrifar. flestum myndum — og eins að bæta vefstól- ana, og nota hraðskyttuna, þar sem henni verður viðkomið, til að flýta fyrir verki. Sama er að segja um pressuna, hún er mjög nauð- synlegt áhald. — Ættu helst að fylgjast að með spunavjelunum: Vefstóll, gerður fyrir 2 slagborð: handskyttu og hraðskyttu og pressa, þá mundu heimilin íslensku líta öðruvísi út, en þau nú gera, ef vilji og áhugi væri með, — því nú er innanhandar að nota náms- skeiðin til vefnaðarlærdóms. — Prjónles er víða að verða í góðu Iagi, síðan prjónavjelarnar komu til sögunnar Um pressuna mína get jeg ekkert sagt yður að svo komnu, hefi aðeins smíðað eina, og er ekki vel ánægður með hana, mjer þykir krafturinn ekki nógu mikill, auðvitað pressar hún sæmilega á löng- um tíma; jeg tel víst að megi endurbæta eða laga það á þeim næstu. Um þvott á ullarverki er það að segja, að vötnin, sem við þvoð- um úr, voru í fyrstu of heit til þess að ná vjelaolíunni vel úr, en eftir að þau voru höfð aðeins 400 C gekk ágætlega úr með hæfi- Iégum sóda og sápu. var haldin sýning 4. maí og þar sýnd meðal annars spunavjel (Albertsvjel) með öllum áhöld- um, sem bóndinn Jón G. Sigurðarson hefir smíð- Á Hofgörðum á Snœfellsnesi * Hallgrímur fór utan s.l. ár og festi þá kaup í Húsavíkurvjelunum.

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.