Hlín - 01.01.1924, Side 80

Hlín - 01.01.1924, Side 80
78 Hlin Alt til þessa hafði það verið talið ókleyft að hita bæinn upp með lauginni, af því að hún lá svo lágt. En Sveinbirni Jónssyni bygg- ingafræðing á Akureyri tókst þetta á þann hátt að taka vatn úr vatnsleiðslu hússins (hún á upptök sín í brunni nokkuð fyrir ofan bæinn), og Ieiða það í Iöngum bogaæðum gegnum þró, sem höggv- in er í móhelluhólinn rjett við sjálfa laugina, í þessa þró er heita vatninu veitt. Lengd bognu vatnsæðanna er 80 m., en þvermál 1 þuml. — Æðarnar Iiggja í mörgum hringjum niðri í þrónni, sem er 1,20 m, á dýpt, 1 m. á breidd og 3 m. á lengd. Frá bogaæðunum í þrónni Iiggur svo hjer um bil 70 m. Iöng leiðsla heim í bæinn i venjulega miðstöðvarofna í herbergjunum. — Leiðslan frá og að þrónni Iiggur um það bil 1 m. í jörðu. — Það er hugmyndin að byggja síðar meir yfir þróna. — Hitunin fer þann- ig fram, að kalda vatnið streymir eftir bogaæðunum. Þar hitnar vatnið svo, að það verður jafnheitt vatninu í þrónni. — Vatnsþung- inn þrýstir því svo áfram upp í bæinn, þar sem það skilar hitanum út í herbergin gegnum vatnsofnana. Þegar vatnið hefir unnið sitt hlutverk, er það leitt í lokræsi og rennur út í laugalækinn. — í eld- húsinu má taká heitt vatn í mat og til þvotta. 10 ofnar eru í hús- inu, 8 niðri og 2 uppi. Að koma þessu í framkvæmd kostaði hjer um bil 2500 kr., og er það álíka mikið og jafnstór venjuleg miðstöð hefði kostað. Þú minnist í brjefi þínu á vorhreinsun okkar kvenfólksins í þorpinu hjerna. Hún hefir verið gerð árlega nú um nokkur ár að tilhlutun kven- fjelagsins. — Að Iokinni vorhreinsun í húsum, taka konurnar sjer hreinsunarhrífur í hönd og ræsta og þrífa kring- um húsin, hver sína Ióð, svo ekkert verði eftir af rusli og drasli, sem safnast vill á vetrum hjer og þar. Jeg er viss um að þessi siður á erindi í fleiri smáþorp landsins, og væri vel, að kvenfjelögin beittust fyrir því sem öðru til þarfa og þrifa þjóðinni sinni. Þórdls Ásgeirs- dóttir á Húsavik skrifar: Af Fljótsdals- hjeraÓi. Þú spyr mig um tjaldið, sem við höfðum veitingarnar í, sumarið sem þú heimsóttir okkur. — Kvenfjelagið hjer á Völlunum kom því upp, mig minnir að það færu í það 60 álnir* — Það er 5V2 m á hlið, vegghæðin 1 */4 m. og hæð upp í mæni tæpir 3 m. — Við höfupi lítið tjald, sett upp eins og skúr, áfast við stóra tjaldið, þar er hitað kaffi, tekið til brauð og annað það sem úti er látið, og það rjett inn um glugga á stóra tjaldinu, sem til þess er gerður. * í þessi tjöld mætti nota togdúk, eins og tíðkaðist hjer áður.

x

Hlín

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.