Dvöl - 01.07.1940, Page 46

Dvöl - 01.07.1940, Page 46
204 DVÖL daga, en mér þætti gaman að vita, hvort við Lamoir höfum elzt. Ef svo er, þá gæti það verið nógu gam- an, að reyna, hvernig gengi að klifra upp í tréð aftur. Það er líka vísast, að tréð hafi vaxið síð- an og sýndist það þó sæmilega stó'rt í gamla daga. En það er ein- kennilegt, að tíminn virðist líða í tuttugu ára keðjum. Það var á júnídegi, þegar ég var níu ára, að ég fyrst kom í garðinn. Ég var tuttugu og níu ára, þegar ég sá Lamoir í fyrsta sinn, og það var í júní, kannske sama daginn. Og nú er ég fjörutíu og níu ára eftir nokkra daga og það er líka júní, og ég er alveg viss um, að á þeim degi sé ég garðinn aftur eða Lam- oir eða — “ „Eða?“ sagði ég. „Eða hvað? Eða hvað?“ „O-jæja. Hamingjan má vita!“ Hugh brosti og fitlaði við skeggið á efri vörinni. — Og fjórum dög- um seinna fann einn vörðurinn í Hyde Park hann. Hann virtist hafa dottið ofan úr stóru tré ná- lægt Albert Gate. Hann var ör- endur. Við líkskoðunina var les- ið upp bréf frá lögfræðingi kon- unnar hans. Það hafði komið dag- inn eftir andlát hans. Það var til- kynning um, að skeyti frá Algier hefði flutt þeim andlátsfregn Lamoir. Hún hafði dáið deginum áður. Vísindaleg blessnnaradferð Hinn „lifandi Buddha" í Mongolíu átti það til að vera dálítið glettinn, þótt hann að völdum og virðuleik stæði næstur Dalai Lama og Tashi Lama í Tíbet. Á hverjum degi söfnuðust þúsundir píla- gríma saman við höll hans til þess að fá blessun hans og til þess að fylla vasa sína með heilögum jarðvegi, þar sem hann hafði gengið. Blessunarathöfnin fór fram kl. 4 e. h. dag hvern og tók oft langan tima, þar sem pílagrímarnir fóru fram á „persónu- lega snertingu". Þetta starf var allmjög tekið að fara í taugarnar á hinum virðu- lega guðsmanni og datt honum því i hug að koma í kring nokkrum umbótum á starfsaðferðum, ef af mætti hljótast nokkur vinnusparnaður. Þar í höllinni var ljósamótor einn mikill, amerískur, er „Delco“ nefndist. Buddha lét nú leggja raf- magnsleiðslu frá aflgjafanum út um glugga á höllinni og út í garðinn, og var pílagrím- unum síðan fyrirskipað að tvíhenda þráð- inn og var hann þar á kafla einangrunar- laus. Síðan fór Buddha út á veggsvalir hallarinnar og lyfti höndum sínum í heil- agri bæn, en jafnframt var rafmagns- straum hleypt í þráðinn. Buddha var svo skemmt af þessum vísindalegu blessunar- aðferðum, að hann fjölgaði athöfnunum upp í þrjár á dag. Ég var viðstaddur tvær blessunarathafn- ir, segir hinn þekkti, ameríski vísindaleið- angursmaður, Roy Chapman Andrews, og að lokinni hinni síðari stakk Buddha upp á því, að ég tæki sjálfur á móti blessun hans. Þetta varð að skoðast sem alveg sérstakt virðingarboð og að neita því eða hafna hefði verið ófyrirgefanleg eða jafn- vel hættuleg móðgun. Rafmagnshöggið var svo mikið, að ég féll næstum því flatur.

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.