Dvöl - 01.07.1940, Síða 46

Dvöl - 01.07.1940, Síða 46
204 DVÖL daga, en mér þætti gaman að vita, hvort við Lamoir höfum elzt. Ef svo er, þá gæti það verið nógu gam- an, að reyna, hvernig gengi að klifra upp í tréð aftur. Það er líka vísast, að tréð hafi vaxið síð- an og sýndist það þó sæmilega stó'rt í gamla daga. En það er ein- kennilegt, að tíminn virðist líða í tuttugu ára keðjum. Það var á júnídegi, þegar ég var níu ára, að ég fyrst kom í garðinn. Ég var tuttugu og níu ára, þegar ég sá Lamoir í fyrsta sinn, og það var í júní, kannske sama daginn. Og nú er ég fjörutíu og níu ára eftir nokkra daga og það er líka júní, og ég er alveg viss um, að á þeim degi sé ég garðinn aftur eða Lam- oir eða — “ „Eða?“ sagði ég. „Eða hvað? Eða hvað?“ „O-jæja. Hamingjan má vita!“ Hugh brosti og fitlaði við skeggið á efri vörinni. — Og fjórum dög- um seinna fann einn vörðurinn í Hyde Park hann. Hann virtist hafa dottið ofan úr stóru tré ná- lægt Albert Gate. Hann var ör- endur. Við líkskoðunina var les- ið upp bréf frá lögfræðingi kon- unnar hans. Það hafði komið dag- inn eftir andlát hans. Það var til- kynning um, að skeyti frá Algier hefði flutt þeim andlátsfregn Lamoir. Hún hafði dáið deginum áður. Vísindaleg blessnnaradferð Hinn „lifandi Buddha" í Mongolíu átti það til að vera dálítið glettinn, þótt hann að völdum og virðuleik stæði næstur Dalai Lama og Tashi Lama í Tíbet. Á hverjum degi söfnuðust þúsundir píla- gríma saman við höll hans til þess að fá blessun hans og til þess að fylla vasa sína með heilögum jarðvegi, þar sem hann hafði gengið. Blessunarathöfnin fór fram kl. 4 e. h. dag hvern og tók oft langan tima, þar sem pílagrímarnir fóru fram á „persónu- lega snertingu". Þetta starf var allmjög tekið að fara í taugarnar á hinum virðu- lega guðsmanni og datt honum því i hug að koma í kring nokkrum umbótum á starfsaðferðum, ef af mætti hljótast nokkur vinnusparnaður. Þar í höllinni var ljósamótor einn mikill, amerískur, er „Delco“ nefndist. Buddha lét nú leggja raf- magnsleiðslu frá aflgjafanum út um glugga á höllinni og út í garðinn, og var pílagrím- unum síðan fyrirskipað að tvíhenda þráð- inn og var hann þar á kafla einangrunar- laus. Síðan fór Buddha út á veggsvalir hallarinnar og lyfti höndum sínum í heil- agri bæn, en jafnframt var rafmagns- straum hleypt í þráðinn. Buddha var svo skemmt af þessum vísindalegu blessunar- aðferðum, að hann fjölgaði athöfnunum upp í þrjár á dag. Ég var viðstaddur tvær blessunarathafn- ir, segir hinn þekkti, ameríski vísindaleið- angursmaður, Roy Chapman Andrews, og að lokinni hinni síðari stakk Buddha upp á því, að ég tæki sjálfur á móti blessun hans. Þetta varð að skoðast sem alveg sérstakt virðingarboð og að neita því eða hafna hefði verið ófyrirgefanleg eða jafn- vel hættuleg móðgun. Rafmagnshöggið var svo mikið, að ég féll næstum því flatur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.