Dvöl - 01.07.1940, Side 59

Dvöl - 01.07.1940, Side 59
DVÖL 217 ar. Hvergi sást hurð, en á vinstri hönd voru kringlótt smáop á veggjunum með ramgerðum járn- grindum fyrir. Inn um þessi vegg- op sló daufri birtu og það hlaut að vera kvöldbirta, því að roða- slegnir geislastafir féllu á hellu- lagt gólfið, þar sem minnst gætti birtunnar frá ljósunum í hvelf- ingunni. — En hvað þögnin var hræöileg! Og þó — í hinum enda gangsins — þar kynnu að vera dyr, sem hægt væri að komast út um! — Já, hún var furðu þrálát þessi flöktandi von Gyðingsins. Hún var siðasta vonin. Án þess að hugsa sig um, skreið hann út á hellugólf gangsins. Hann þrýsti sér upp að múrnum með kringlóttu gluggaopunum og reyndi aö dylja sig sem bezt í skugga hins langa veggjar. Hægt og hægt mjakaðist hann áfram með brjóstið á köldu gólfinu og bældi niður þjáningastunur, þeg- ar opin sárin eftir pyndingarnar ýfðust af hrjúfum hellunum. Skyndilega barst lágt hljóð il- skóaðra fóta að eyrum hans. Hann nötraði af hræðslu. Hann stirðn- aði af ótta og augun urðu döpur og vot. Nú var líklega úti um allt. Hann þrýsti sér inn í ofurlítið skot í veggnum og beið kaldur af skelfingu. Það var munkur í síðri hempu, sem kom eftir ganginum. Hann gekk hratt framhjá og í krepptum höndunum hélt hann á dökkú, hræðilegu pyndingartóli. Hann hvarf út í myrkrið. — Hin ógur- lega óvissa hafði næstum því stöðvað allar lífshræringar Gyð- ingsins og í klukkustund lá hann magnþrota þarna við vegginn. Þar sem hann óttaðist auknar pyndingar, ef upp um hann kæm- ist, datt honum í hug að snúa aft- ur til fangakjallaranna, en hann hætti þó við það. Hin gamla von hélt áfram að hvísla í eyra hans. Hann er seigur þessi lífsneisti og hann glæðist fljótt, ef á hann er blásið. Og Gyðingurinn skreið af stað aftur. Áfram, áfram. Áfram í áttina þangað, sem von var um undankomu. En förin gekk seint. Hann var máttvana af langvinnu hungri og takmarkalausum þján- ingum. Hann einblíndi inn í myrkrið og það var eins og þessi hræðilegi gangur ætlaði aldrei að enda. Honum fannst hann jafn- vel lengjast, því lengur sem hann hélt áfram. Og þarna framundan var þó einhvers staðar takmark vona hans. Það hlaut að vera ein- hver möguleiki til þess að sleppa. Ó —- ó! Aftur heyrðist fótatak. Og nú var það hægara og þyngra en fyrr. Hvítur og svartur munka- kufl tveggja rannsóknardómara komu nú í ljós. Þeir töluðu saman ákaft, en hljóðlega, og á svip þeirra og hreyíingúm han;danna mátti sjá, að umræðuefnið tók mjög hug þeirra. Gyðingapresturinn Aser Abar- banel lokaði augunum. Hjarta hans barðist svo ákaft að honum

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.