Dvöl - 01.07.1940, Blaðsíða 59

Dvöl - 01.07.1940, Blaðsíða 59
DVÖL 217 ar. Hvergi sást hurð, en á vinstri hönd voru kringlótt smáop á veggjunum með ramgerðum járn- grindum fyrir. Inn um þessi vegg- op sló daufri birtu og það hlaut að vera kvöldbirta, því að roða- slegnir geislastafir féllu á hellu- lagt gólfið, þar sem minnst gætti birtunnar frá ljósunum í hvelf- ingunni. — En hvað þögnin var hræöileg! Og þó — í hinum enda gangsins — þar kynnu að vera dyr, sem hægt væri að komast út um! — Já, hún var furðu þrálát þessi flöktandi von Gyðingsins. Hún var siðasta vonin. Án þess að hugsa sig um, skreið hann út á hellugólf gangsins. Hann þrýsti sér upp að múrnum með kringlóttu gluggaopunum og reyndi aö dylja sig sem bezt í skugga hins langa veggjar. Hægt og hægt mjakaðist hann áfram með brjóstið á köldu gólfinu og bældi niður þjáningastunur, þeg- ar opin sárin eftir pyndingarnar ýfðust af hrjúfum hellunum. Skyndilega barst lágt hljóð il- skóaðra fóta að eyrum hans. Hann nötraði af hræðslu. Hann stirðn- aði af ótta og augun urðu döpur og vot. Nú var líklega úti um allt. Hann þrýsti sér inn í ofurlítið skot í veggnum og beið kaldur af skelfingu. Það var munkur í síðri hempu, sem kom eftir ganginum. Hann gekk hratt framhjá og í krepptum höndunum hélt hann á dökkú, hræðilegu pyndingartóli. Hann hvarf út í myrkrið. — Hin ógur- lega óvissa hafði næstum því stöðvað allar lífshræringar Gyð- ingsins og í klukkustund lá hann magnþrota þarna við vegginn. Þar sem hann óttaðist auknar pyndingar, ef upp um hann kæm- ist, datt honum í hug að snúa aft- ur til fangakjallaranna, en hann hætti þó við það. Hin gamla von hélt áfram að hvísla í eyra hans. Hann er seigur þessi lífsneisti og hann glæðist fljótt, ef á hann er blásið. Og Gyðingurinn skreið af stað aftur. Áfram, áfram. Áfram í áttina þangað, sem von var um undankomu. En förin gekk seint. Hann var máttvana af langvinnu hungri og takmarkalausum þján- ingum. Hann einblíndi inn í myrkrið og það var eins og þessi hræðilegi gangur ætlaði aldrei að enda. Honum fannst hann jafn- vel lengjast, því lengur sem hann hélt áfram. Og þarna framundan var þó einhvers staðar takmark vona hans. Það hlaut að vera ein- hver möguleiki til þess að sleppa. Ó —- ó! Aftur heyrðist fótatak. Og nú var það hægara og þyngra en fyrr. Hvítur og svartur munka- kufl tveggja rannsóknardómara komu nú í ljós. Þeir töluðu saman ákaft, en hljóðlega, og á svip þeirra og hreyíingúm han;danna mátti sjá, að umræðuefnið tók mjög hug þeirra. Gyðingapresturinn Aser Abar- banel lokaði augunum. Hjarta hans barðist svo ákaft að honum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.