Hlín - 01.01.1941, Side 11
Hlín
9
gefi árlega skýrslu á fundi S. B. K. um gang málsins
þar, eins og sú nefnd, er um málið fjallar í sveitum á
sambandssvæðinu“.
í byrjun fundarins skipaði formaður í þessar nefnd-
ir: Fjárhagsnefnd, Námsskeiðsnefnd og Allsherjarnefnd
og skiluðu þær allar áliti.
Fjárhagsnefnd lagði fram fjárhagsáætlun og lagði
til, að öllum styrkbeiðnum fjelaganna yrði sint svo
sem fjárhagsgeta leyfði.
Allsherjarnefnd lagði til, að framvegis komi hver
fulltrúi með að minsta kosti tvo ti'l þrjá heimaunna
muni frá sínu fjelagi, sem svo verði til sýnis á sam-
bandsfundum. —
Samband borgfirskra kvenna fjekk ríkisstyrk sinn
hækkaðan upp í 1000 kr. (1942).
SAMBAND BREIÐFIRSKRA KVENNA.
Úr skýrslu S. Br. K. til Alþingis 1940: Sambandið
hefur nú á átta starfsárum veitt kvenfjelögum á fje-
lagssvæðinu 1000 króna styrk til heimilisiðnaðar og
garðyrkju. — Tíu ára áætlun S. Br. K. er að láta hvert
fjelag hafa 100 kr. til heimilisiðnaðar og garðyrkju.
Þessu marki er nú senn náð, því fjelagsdeildirnar eru
nú 12 í Sambandinu.
Garðyrkjukonur hefur Sambandið haft í þjónustu
sinni 7 sinnum, frá 6 vikna tíma til 5 mánaða á sumri,
og greitt þeim úr sambandssjóði 900 kr. á þeim tíma.
— Sambandið hefur sjerstaklega fræðslustarfsemi í
heimilisiðnaði árin 1940, 1941 og 1942, en hvetur kon-
ur til að vera viðbúnar með girðingar o. s. frv. 1943,
því þá verði leiðbeint í garðyrkju næstu 3 árin að nýju.
Sambandið treystist ekki, vegna fjárhagsins, að hafa
hvorttveggja á prjónunum í einu svo að gagni komi. —
Á fundinum í Hvammi í Dölum 1941 kom fram tillaga
um að ráða fastan umferðarleiðbeinanda í verklegum