Hlín - 01.01.1941, Blaðsíða 91
Hlín
89
og jörðinni. Kona hans er Ragnheiður Lýðsdóttir frá
Skriðnesenni. Sigríður fór þá til þeirra, og var hjá
þeim til dauðadags. — Hún var þar sívinnandi, eins og
hún hafði ávalt verið, og átti góða og rólega ellidaga.
Það er nú eitt af því vandasama í lífinu að skifta um
stöðu. Það er ekki ætíð erfiðleikalaust fyrir unga
tengdadóttur, sem vill, að svo miklu leyti sem hægt er,
fylgjast með tískunni, að láta öldruðu tengdamóðurina,
sem hefir látið alt frá sjer, og tilheyrir gamla tíman-
um, skilja sig og fylgjast með sjer inn í iðuköst nýja
tímans, og una sjer þar. — Unga konan verður að hafa
lipra og góða lund, til þess að geta leitt hjá sjer skoð-
anamun, því altaf geta orðið deildar meiningar um eitt
og annað. — Hún verður líka að hafa nægilegt ástríki,
stundum til þess að þýða það sem kól, eða til þess að
viðhalda því, sem bestu árin höfðu eftirskilið af yl og
birtu, eins og hjá Sigríði, því að hún kom sólvermd frá
móður og eiginmanni. — Henni myndi líka hafa brugð-
ið við, ef hún hefði orðið að mæta kulda. En þess þurfti
hún ekki, það var hlúð að henni til endadægurs af
börnum hennar og tengdabörnum. Og samkomulag
þeirra tengdamæðgnanna var hið besta, þrátt fyrir
mjög ólíka skapgerð. — Fyrir fáum árum var Ragn-
heiður að tala við frændkonu sína um Sigríði, og sagði
þá: „Jeg held að jeg hafi aldrei þekt betri manneskju“.
— Þetta er vel mælt, og jeg efast ekki um sannleiks-
gildi þessara orða. — Jeg veit að Ragnheiður saknaði
tengdamóður sinnar mikið, hún vissi að sá missir yrði
aldrei bættur, og sætið hennar aldrei fylt.
Þau Benedikt og Ragnheiður eiga þrjá drengi, sá
elsti heitir Grímur. Sigríði þótti undurvænt um þá,
„þeir eru svo stiltir“, sagði hún. — Eins og amma
þeirra hafi að eihhverju leyti hjálpað til að móta þá á
svipaðan hátt og hún hafði áður vanist. „Þeir eru líka
svo ósköp góðir við mig“, sagði hún, Auðvitað hefir