Hlín - 01.01.1941, Side 99
Hlín
97
þetta undir sjerfræðinga í nágrannalöndunum. Töldu
sumir að tilraunin mundi takast, aðrir voru dauftrú-
aðir, en allir hvöttu til þess að tilraunin yrði gerð. —
Síðast í maí 1936 fjekk jeg fyrsta búið frá Noregi.
Flutningurinn gekk vel, eða sæmilega, því nokkur hluti
flugnanna var lifandi, og drotningin við bestu heilsu.
Flugurnar döfnuðu vel og fjölguðu fljótt, og það sum-
ar mun jeg hafa fengið 10—12 kg. af hunangi. — Næsta
vetur lifðu flugurnar besta lífi og höfðu ekki nærri
lokið forðanum, sem skilinn var eftir hjá þeim að
haustinu.
Næsta sumar 1937 var að ýmsu leyti óhagstætt vegna
kulda, og þó sjerstaklega þurviðris, meðan hvítsmárinn
blómstraði, en það er okkar besta hunangsplanta. Það
sumar var hunangstekja mjög rýr, ekki nema sem
svaraði 5 kg., en það sama sumar misheppnaðist hun-
angstekjan með öllu í Danmörku, svo flugurnar unnu
ekki fyrir fæði sínu um hásumarið, og hafði það ekki
komið fyrir þar í landi þá síðastliðin 30 ár.
Veturinn 1937—38 misti jeg svo allar flugurnar í bú-
inu, en orsökin var ekki kaldur eða langur vetur, held-
ur eingöngu að kenna minni eigin handvömm og þekk-
ingarleysi á meðferð flugnanna.
Strax um vorið 1938, þegar jeg vissi hvernig komið
var, tókst mjer að fá á ný bíflugnabú frá Norgegi.
Tókst sá flutningur ágætlega, því varla var hægt að
segja að nokkur fluga dræpist á leiðinni. — Gekk nú
allvel það sumar og næsta vetur, og einnig sumarið
1939, en það haust misti jeg aftur bíflugurnar mínar,
sumpart fyrir handvömm og einnig að nokkru leyti
fyrir það, að búið var ekki nema eitt, en þá var stríðið
dunið yfir og ómögulegt að bæta skaðann.
Þó tilraun þessi með bíflugurækt hjer á landi sje
hvorki löng nje margbrotin, þá þykir mjer þó árangur
hennar leiða ótvírætt í ljós, að öllum þremur spurning-
7