Hlín - 01.01.1941, Side 119
HUn
117
ið 1939. Meðlimir lífeyrissjóða embættismanna og
barnakennara voru um 1000 1939, en um 150 nutu líf-
eyris úr sjóðum þessum.
FRAMLÖG TIL TRYGGINGANNA VORU ÁRIÐ 1939:
Slysatrygging: Ríkissjóður 29 þúsundir króna. — At-
vinnurekendur 575 þúsundir.
Bætur voru greiddar fyrir um 1000 slys. — Um 2400
atvinnurekendur greiddu iðgjöld til slysatryggingar-
innar á árinu.
Ætla má að tryggingin hafi náð til 20—25 þúsund
manns.
Bætur slysatryggingarinnar fyrir þá menn, sem fór-
ust við stríðsslys, nema að meðaltali tæpum 7000 krón-
um. — Ennfremur verður að telja víst, að stríðstrygg-
ingin greiði einnig dánarbætur að meðaltali rúmar 20
þúsundir króna. Þannig að heildarbæturnar til vanda-
manna hinna látnu verði fyrir hvern einstakan að með-
altali nærfelt 27 þúsundir króna.
Fyrir 25 árum, árið 1916, voru allar þær bætur, sem
vandamenn sjómanna, er fórust af sjóslysum eða á
annan hátt, áttu rjett til, voru samtals 400 krónur, sem
greiðast skyldu með 100 kr. á ári í 4 ár. — Önnur slys
voru þá ekki bætt.
Sjúkratrygging: Ríkissjóður: 320 þúsundir. — Trygð-
ir: 1472 þúsundir.
Sjúkratryggingin nær til um 50 þúsund manns. —
Um 33 þúsund manns greiddu iðgjöld til sjúkrasamlag-
anna og höfðu rjett til sjúkrahjálpar fyrir sig og börn
sín, en þar sem læknum í flestum stærri kaupstöðum
er greitt ákveðið gjald fyrir hvern meðlim, en ekki fyr-
ir hvern sjúkling, eða hverja vitjun, er ekki unt að
segja hversu margir hafa notið læknishjálpar á árinu.
— En útgjöld fyrir sjúkrahjálp á árinu námu 1793 þús-
undum króna,