Hlín - 01.01.1941, Page 55

Hlín - 01.01.1941, Page 55
Hlln 53 sinni síðar og broshýr með spjekopp í öðrum vangan- um. Þá var hún blómarós í föðurgarði og áhyggjulaus. Mjer fanst sumar konur fríðari en hún, en þær voru ekki eins kjarkmiklar á svipinn, nje heldur eins móð- urlegar eftir mínu hæfi og höfðinglegar. Jeg lærði seinna í^/goðafræðinni, hver munurinn var. Þeim svip- aði til Afródítu ,en móðir mín hafði hreinan ættarsvip með þeim Heru og Pallas Aþenu. V. Sumu fína fólkinu í Reykjavík þótti faðir minn taka niður fyrir sig, er hann giftist ómentaðri bóndadóttur ofan af Kjalarnesi, — hann, skáldið, presturinn og rit- stjórinn, orðinn landskunnur merkismaður. En það kom brátt á daginn, að þessi bóndastúlka var engu síðri húsmóðir, nje minni höfðingskona, en hinar, enda vann hún brátt hylli þeirra, og eignaðist vinkonur meðal þeirra og sómdi sjer vel hvar sem hún kom. Sannleik- urinn var sá, að hún hafði lært meira en margur hugði. Hún hafði lært það sem dugleg og námfús stúlka gat lært af góðri móður og húsfreyju á myndarle^u sveita- heimili, þar á meðal margar hannyrðir og talsvert til bókar. Það leið heldur ekki á löngu áður en hún lærði allar kurteisisvenjur höfuðstaðarbúa. En að vísu var henni mikill styrkur að því, hve faðir minn var vel kyntur og vinsæll. Til viðbótar skal jeg nefna atvik, sem öðrum fremur aflaði henni virðingar og vann henni hjörtu margra. Mjer hefur verið frá því sagt og man það ekki sjálfur, því að það gerðist meðan jeg var brjóstmylkingur. Þá tók móðir mín að sjer ungmær eina, jafngamla mjer, og lagði hana á brjóst sjer jafnframt mjer. Fengum við bæði nóg, og jeg varð ekki afskiftur. Þessi fyrsta stall- systir mín var Helga, dóttir Benedikts Gröndals skálds (er seinna varð kona Þórðar læknis Edilonssonar).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.