Hlín - 01.01.1941, Side 55
Hlln
53
sinni síðar og broshýr með spjekopp í öðrum vangan-
um. Þá var hún blómarós í föðurgarði og áhyggjulaus.
Mjer fanst sumar konur fríðari en hún, en þær voru
ekki eins kjarkmiklar á svipinn, nje heldur eins móð-
urlegar eftir mínu hæfi og höfðinglegar. Jeg lærði
seinna í^/goðafræðinni, hver munurinn var. Þeim svip-
aði til Afródítu ,en móðir mín hafði hreinan ættarsvip
með þeim Heru og Pallas Aþenu.
V.
Sumu fína fólkinu í Reykjavík þótti faðir minn taka
niður fyrir sig, er hann giftist ómentaðri bóndadóttur
ofan af Kjalarnesi, — hann, skáldið, presturinn og rit-
stjórinn, orðinn landskunnur merkismaður. En það
kom brátt á daginn, að þessi bóndastúlka var engu síðri
húsmóðir, nje minni höfðingskona, en hinar, enda vann
hún brátt hylli þeirra, og eignaðist vinkonur meðal
þeirra og sómdi sjer vel hvar sem hún kom. Sannleik-
urinn var sá, að hún hafði lært meira en margur hugði.
Hún hafði lært það sem dugleg og námfús stúlka gat
lært af góðri móður og húsfreyju á myndarle^u sveita-
heimili, þar á meðal margar hannyrðir og talsvert til
bókar. Það leið heldur ekki á löngu áður en hún lærði
allar kurteisisvenjur höfuðstaðarbúa. En að vísu var
henni mikill styrkur að því, hve faðir minn var vel
kyntur og vinsæll.
Til viðbótar skal jeg nefna atvik, sem öðrum fremur
aflaði henni virðingar og vann henni hjörtu margra.
Mjer hefur verið frá því sagt og man það ekki sjálfur,
því að það gerðist meðan jeg var brjóstmylkingur. Þá
tók móðir mín að sjer ungmær eina, jafngamla mjer,
og lagði hana á brjóst sjer jafnframt mjer. Fengum við
bæði nóg, og jeg varð ekki afskiftur. Þessi fyrsta stall-
systir mín var Helga, dóttir Benedikts Gröndals skálds
(er seinna varð kona Þórðar læknis Edilonssonar).