Hlín - 01.01.1941, Síða 127
Hlin
125
ana, er þa6 mesta plága, því þær eru svo þráar, eina
ráðið er að láta þær heyra í hundi, hann hræðast þær
meira en alt annað. Þegar þær heyra til hans, kippast
þær við og hvæsa, það er aðvörun til hinna frá þeirri
fyrstu, ef eitthvað grunsamlegt heyrist. Þeim er illa
við öll hljóð, sem eru eitthvað annarleg, við megum
ekki einu sinni raula lag í kvíunum, þá verða þær svo
skrítnar. — Þær eru ósköp hræðslugjarnar og við-
kvæmar, aumingjarnir, en ekki vantar þær vitið! —
Við skírum geiturnar ýmsum nöfnum ,og eru það sumt
hlægileg gælunöfn,
Oftast eru bygðir sjerstakir kofar handa geitunum,
helst utan við túnið, því þegar það er að verða full-
sprottið á sumrum, sækja geiturnar í það. — Þær vilja
líka helst búa útaf fyrir sig, þó hefur það komið fyrir,
að lamb hefur verið vanið undir geit og kiðlingur und-
ir á. — Geiturnar eru illar á garða, þegar þeim er gef-
ið, eru þær settar í lokur, sem þær komast ekki úr,
annars verja eldri geiturnar garðana alveg. Altaf er
einhver, sem drotnar yfir öllum hinum, oftast sú elsta.
hún gerir sig mjög digra og hefur alt það besta, ef ekki
er sjeð um hinar. Þær litlu bera mjög mikla virðingu
fyrir henni, sitja og standa eins og hún vill. — Yfirleitt
eru geiturnar þurftarlitlar ,en vandætnar. — Þær þola
illa bleytu og hlaupa oft inn í kofa um miðjan dag,
þegar regn er.
Þegar hausta fer, verða geiturnar mjög óþægar,
finnast bara alls ekki á kvöldin, þó smalað sje og ham-
ast um alt. — Um þriðju göngur eru þær mjög stopul-
ar, ekki mjólkaðar nema einu sinni á dag. í október
missum við þær oftast alveg, og sjást þær þá ekki fyr
en tíð fer að versna á veturna, þá koma þær að fá sjer
heytuggu. — Kiðlingum og öllu því dóti er smalað fyr
á haustih.