Hlín - 01.01.1941, Blaðsíða 97
Hlín
95
inu, búa þær til barnamatinn, og er því blómduftið
jafn nauðsynlegt fyrir þær og hunangið.
Hunanginu er náð úr hunangskökunum með eins-
konar skilvindu, og er þá tær, hálfþykkur vökvi. — Ef
hunangið er látið standa í íláti nokkra daga og hrært
í því við og við, verður það fín-krystaliserað og stíft,
svipað og smjör, annaðhvort gulhvítt eða gulbrúnt á
lit, alt eftir því úr hvaða plöntum það er unnið.
Frá ómuna tíð hefur hunangið verið þekt og notað,
og í elstu skrifuðum heimildum hefur alt það besta,
sem menn nutu, verið miðað við hunang, og fram á
síðustu aldir var hunangið eina sykurefnið, sem menn-
irnir áttu völ á. En auk gæðanna hafa síðustu tímar
leitt í ljós hina miklu hollustu hunangsins og jafnvel
lækningakraft. — í löndum þeim, sem bíflugnarækt
hefur verið stunduð, er hunang talið með brýnustu
þörfum heimilanna, sjerstaklega þó þar sem börn eru
á heimili. Að gefa börnum hunang þykir þar jafn sjálf-
sagt og oss hjer að gefa börnum þorskalýsi. Auk þess
er það notað til lækninga við kvefi og meltingarsjúk-
dómum, tilreitt á mismunandi hátt.
Aldur bíflugnanna er mjög misjafn. Eins og sagt er
hjer að framan verða karlflugurnar ekki meira en 2—
2Vi mán. gamlar, því þær eru altaf teknar af lífi, áður
en vetur gengur í garð. — Á sumrin, meðan vinnuhark-
an er mest hjá vinnuflugunum, lifa þær ekki öllu leng-
ur en 6 vikur, en þó geta þær lifað frá hausti til vors,
þegar þær halda kyrru fyrir inni í búinu. Liggja þær
þá meðan kaldast er í hálfgerðum dvala, en taka þó tii
sín fæðu allan tímann. Drotningin ein lifir svo árum
skiftir, að öllum líkindum 6 ár, að því er næst verður
komist.
Margir óttast bíflugur ákaflega af því þær hafa eitur-
brodd og geta stungið. Víst er um það að bíflugur geta
stungið, en gera það sjaldan eða aldrei nema þær sjeu