Hlín - 01.01.1941, Síða 121
Hlín
119
verði að misnota lögin, og hvernig koma megi í veg
fyrir slíkt. — Og hinir trygðu læra líka á reynslunni,
að misnotkun trygginganna kemur þeim sjálfum í koll,
gerir þær dýrari eða veldur því að draga verður úr
mikilsverðum fríðindum".
H. B.
Gleði.
Erindi flutt á aðalfundi H. E. K. á Laugalandi
25. maí 1941.
Við höfum komið hjer saman í dag til þess að skemta
okkur, kynnast og gleðjast saman. — Það er gott að
geta glaðst, gott að geta einstöku sinnum kastað frá
sjer áhyggjum og önnum og notið líðandi stundar.
Uppáhaldsskáld okkar, Jónas Hallgrímsson, segir: „Ef
vjer sjáum sólskinsblett í heiði, að setjast allir þar
og gleðja oss“. — Já, vissulega er það gott, alveg í
bókstaflegum skilningi, að setjast á sólskinsblett úti í
Guðs grænni náttúrunni og láta sólina verma sig. —
En þó vitum við það, að við getum setið í sólinni með
hrygð í huga og harm í hjarta. — Enda liggur önnur
dýpri merking í orðum skáldsins um sólskinsblettinn.
— Hann var eflaust svo skygn á mannlegt eðli, að hann
vissi, að upptök gleðinnar verða að koma innan frá úr
djúpi hugans. — Gleðin er ekki að öllu háð ytri lífs-
skilyrðum og verður ekki keypt fyrir gull nje græna
skóga. — Hún getur komið eins og leiftur, og horfið
aftur jafn skyndilega og sólskinsblettirnir í heiðinni. —
Og ef við hugsum okkur um, þá sjáum við, að það eru