Hlín - 01.01.1941, Blaðsíða 50
48
Hlín
ekki án hennar staðist.... En ef vel á að fara verður
að leggja miklu meiri rækt við sauðfjárhald og fjár-
mensku en alment gerist, menn verða að þekkja betur
skil á öllu því, sem sauðfje varðar en raun ber vitni“.
Páll Zophoníasson, ráðunautur, kemst svo að orði um
íslenska búfjeð yfirleitt: „Það er óhætt að fullyrða, að
í okkar búfje sjeu erfðavísirar, sem ef þeir eru festir
og sameinaðir rjett, geri það arðsamt, og það svo arð-
samt að okkur sje engin þörf á að sækjast eftir erfða-
vísum úr erlendum kynjum“.
Vonandi rís íslenska fjárræktin úr rústum, þegar
þessu fári linnir, sem yfir hana hefur gengið á liðnum
árum. — Af reynslu þessara erfiðu ára lærist margt,
sem getur borið árangur í framtíðinni, bæði um úrva!
kynjanna og um alla meðferð sauðfjárins. — Vonandi
getur ísland enn orðið eitt af hinum fremstu fjárrækt-
arlöndum álfunnar, það hefur öll skilyrði til þess.
Mikið hefur verið lagt í sölurnar á seinni árum til
þess að bjarga þessum atvinnuvegi frá því að falla al-
gerlega í rústir og margt hefur verið gert til þess að
vekja áhuga, bæta og laga: Fjárræktarbú stofnsett,
verðlaun veitt, sýningar haldnar.
Konurnar geta hjálpað hjer til. Þær þurfa að hafa
hug á að fá góða ull, bæði hvíta og mislita, hana má
bæta með góðri meðferð og úrvali. — íslenskar konur
kunna að meta ull, kunna að verka ull, kunna að
spinna hana og vinna. Þessi li'st má ekki niður falla. —
Fyrir hvern mun haldið kunnáttunni við hjá þeim
ungu!
Halldóra Bjarnadóttir.