Hlín - 01.01.1941, Page 116
114
Hlín
til Grímseyjar, að vita ef fólkið væri þar komið. — Þar
sem ekki varð af svörum frá Grímsey, dvaldist stúlk-
unni þangað til aðfall var komið sjávarins, en þá brotn-
ar straumurinn af rifi og myndar foss, og fórst hún
þar á heimleið, er hún hugðist að vaða strauminn. —
En svo er mikil dygð hennar, að enn sjest hún ganga á
milli bæjar og fjóstófta í Kjóeyjum. — Munu þó vera
um hálft annað hundrað ár síðan atburðufinn skeði.
Jónas Jóhannsson, Öxney.
Alþýðutryggingar.
Eitt hið merkasta lagaákvæði síðustu ára er án efa
lögin um alþýðutryggingar, sem gengu í gildi 1. apríl
1936. — Þessi lög og framkvæmd þeirra er eitt allra
þýðingarmesta spor í sjálfsbjargarviðleitni þjóðarinnar.
Allar tryggingar á lífi og eignum manna veita ör-
yggi, og þá miklu ánægju að geta sjálfur með framlagi
sínu, meðan vel gengur, trygt sjer það að eiga rjett til
endurgreiðslu, ef á þarf að halda. Og ef ekki þarf á að
halda fyrir sjálfan mann, þá ætti það að vera hverjum
góðum dreng, karli og konu, ánægjuefni að greiða gjöld
sín, til þess að þeir, sem fyrir skakkafalli verða, njóti
hjálpar. — „Berið hver annars byrðar“, það er heilbrigt
boðorð og rjettmætt.
Það öryggi, sem tryggingar veita, er ómetanlegt. —
Er það ekki æði mikið ánægjulegra að eiga rjett á hjálp
en að þurfa að leita á náðir annara eftir henni!
Óskandi væri, að enginn möglaði um að greiða þessi
gjöld, nje önnur opinber gjöld, sem rjettmæt eru, og