Hlín - 01.01.1941, Blaðsíða 135
Hlin
133
að skýrslur um starf sitt, bókaeign og fjárhag. — Þessi
upphæð hlýtur að vekja dálitla forvitni um hag og
störf þessara fáu stóru safna. — Jeg vildi því leggja til,
að sýslubókasöfnin sendu hingað skýrslur líka, og þó
ekki sjerstaklega fyrir forvitnissakir, heldur vegna
þess, að þær skýrslur gætu e. t. v. komið báðum að
gagni, ef hægt væri út frá þeim að samræma betur
starf safnanna.
„Vitanlega er öll byrjun erfið“, segir síra Jakob að
endingu, “en verkið ætti að verða ljettara er stundir
líða, en önnur verkefni bíða úrlausnar næsta árs og ára“.
„Hlín“ óskar þess af alhug, að bókasöfn íslenskrar al-
þýðu mættu blómgast sem best og njóta vinsælda allra
góðra manna. H. B.
Flugfarþeginn.
(Sönn saga).
Nálægt miðri öldinni sem leið bjó á Kollabúðum í Þorskafirði
bóndi sá, er Sumarliði hjet. — Þriðjudag einn um vor gekk hann
fram i Kollabúðadal til að gæta að kindum. Sjer hann þar í laut
eitthvert missmíði, heldur það sje dauð kind, en er nær kemur
sýnist honum það eitthvað annað, gengur þangað og hyggur að.
Það er þá dauður örn og köttur á baki hans. — Sumarliði tekur
á kettinum og talar við hann, sjest þá lífsmark með kisu. Sumar-
liði ætlar að taka hana, en það er ekki auðhlaupið að þvi( því
klær kisu eru svo fastar í arnarskrokknum, að Sumarliði verður
að nota vasahnifinn sinn til að ná sundur beinum í hrygg arnar-
ins, var það ekki vandalaust, þvi ekki mátti meiða kisu. Loks var
hún þó laus, en gat hvorki staðið nje gengið. — Sumarliði hættir
við kindaleitina að sinni, tekur kisu, lætur hana á brjóstið á sjer,
utanyfir nærfötin og fer heim. Þar er hlúð að kisu sem best, lát-
in i volgt rúm, gefin volg mjólk o. s. frv. og eftir nokkra daga
er hún orðin hress og sjer ekkert á henni.
En hvernig stóð nú á þessu ferðalagi hjá kisu? — Það komu