Hlín - 01.01.1941, Side 67
65
Hlín
XI.
Þegar kom austur að Odda (jeg var þá 6 ára) byrj-
aði nýtt líf og auðugt, fult af frjósömu starfi í skauti
inndællar náttúru, á stóru heimili í samlífi við fjölda
heimilisfólks og allar blessuðu skepnurnar, sem þurftu
kærleiksríka umhyggju ekki síður en mannanna börn.
Hjer varð móðir mín eins og valdarík drottning, sem
fjekk mestöllu að ráða eins og hún vildi, í miklu marg-
brotnari verkahring en áður. Hjer var henni vel í sveit
komið og hjer fengu kraftar hennar að njóta sín betur
en nokku sinni fyr eða síðar. Og öll fundum við til
þess, við sem komum úr smáskítlegu bæjarlífinu, hve
inndælt var að vera kominn í þennan nýja, fegri,
frjálsari og betri heim, með víðsýni til fjalla og jökla.
Og alt umhverfi heimilisins langt að sjá, var vafið
grænum gróðri, — og ilmur úr grasi og fuglasöngur.
Ógn er gott að vera bam, segir máltækið — og víst
var gott að horfa á alla búskapariðjuna og lifa með
skepnunum og hendast út um tún og haga og lautir og
hóla með öðrum krökkum (því þau voru í hópatali' á
kotunum í kring) og leika sjer að skeljum á hól.
En eins man jeg það, að oft átti jeg bágt út af sjer-
stöku hugarvíli, sem lengi ásótti mig og jeg ljet ekki
uppskátt við aðra. Það var hræðsla um að foreldrar
mínir eða eitthvert systkihanna mundi deyja, en þó
sárkveið jeg einkum því að það yrði mamma. Þessi
leiða hugsun gægðist fram annað veifið eins og and-
styggileg vofa í hug mínum, eihkum á kveldin, þegar
jeg var háttaður, og jeg bað þá Guð af öllu hjarta, í
alla vega orðaðri bæn, að hann ljeti dauðans engil fara.
fram hjá og þó sjerstaklega hlífði mömmu. Jeg reyndi
löngum síðar að þakka honum, hve lengi hann þyrmdi
henni eftir þetta, en það vildi síður takast, því vantrú-
ih kom á gluggann og truflaði.
Þessi hugsýki hefur líklega verið að kenna kirtla-
5