Hlín - 01.01.1941, Page 67

Hlín - 01.01.1941, Page 67
65 Hlín XI. Þegar kom austur að Odda (jeg var þá 6 ára) byrj- aði nýtt líf og auðugt, fult af frjósömu starfi í skauti inndællar náttúru, á stóru heimili í samlífi við fjölda heimilisfólks og allar blessuðu skepnurnar, sem þurftu kærleiksríka umhyggju ekki síður en mannanna börn. Hjer varð móðir mín eins og valdarík drottning, sem fjekk mestöllu að ráða eins og hún vildi, í miklu marg- brotnari verkahring en áður. Hjer var henni vel í sveit komið og hjer fengu kraftar hennar að njóta sín betur en nokku sinni fyr eða síðar. Og öll fundum við til þess, við sem komum úr smáskítlegu bæjarlífinu, hve inndælt var að vera kominn í þennan nýja, fegri, frjálsari og betri heim, með víðsýni til fjalla og jökla. Og alt umhverfi heimilisins langt að sjá, var vafið grænum gróðri, — og ilmur úr grasi og fuglasöngur. Ógn er gott að vera bam, segir máltækið — og víst var gott að horfa á alla búskapariðjuna og lifa með skepnunum og hendast út um tún og haga og lautir og hóla með öðrum krökkum (því þau voru í hópatali' á kotunum í kring) og leika sjer að skeljum á hól. En eins man jeg það, að oft átti jeg bágt út af sjer- stöku hugarvíli, sem lengi ásótti mig og jeg ljet ekki uppskátt við aðra. Það var hræðsla um að foreldrar mínir eða eitthvert systkihanna mundi deyja, en þó sárkveið jeg einkum því að það yrði mamma. Þessi leiða hugsun gægðist fram annað veifið eins og and- styggileg vofa í hug mínum, eihkum á kveldin, þegar jeg var háttaður, og jeg bað þá Guð af öllu hjarta, í alla vega orðaðri bæn, að hann ljeti dauðans engil fara. fram hjá og þó sjerstaklega hlífði mömmu. Jeg reyndi löngum síðar að þakka honum, hve lengi hann þyrmdi henni eftir þetta, en það vildi síður takast, því vantrú- ih kom á gluggann og truflaði. Þessi hugsýki hefur líklega verið að kenna kirtla- 5
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.