Hlín - 01.01.1941, Page 23
Hlín
21
máttarlindum allífsins, að Guðsríkinu, sem koma b.
Því ávarpa jeg yður sjerstaklega með orðum postulans:
„Verið því gætnir og algáðir til bæna! Umfram alt haf-
ið brennandi kærleika hver til annars, því að kærleik-
urinn hy.lur fjölda synda. Verið gestrisnir hver við
annan án möglunar, þjónið hver öðrum með þeirri
náðargáfu, sem honum hefur verið gefin, svo sem góðir
ráðsmenn margvíslegrar náðar Guðs.... til þess að
Guð vegsamist í öllum hlutum fyrir Jesúm Krist. Hans
er dýrðin og mátturinn um aldir alda. Amen“.
Baráttan fyrir rjettindum
kvenna.
Útvarpserindi flutt 19. júní 1941 af Ragnhildi
Pjetursdóttur, Háteigi, Reykjavík.
Jeg hef fengið það hlutverk að tala hjer í kvöld. Það
er 26. afmælisdagur kosninga og kjörgengis íslenskra
kvenna. Jeg hygg, að fjöldi kvenna telji víst, að þegar
jeg tali í útvarpið, muni það fyrst og fremst verða um
húsmæðrafræðsluna í landinu. Það hefur verið mitt
áhugamál í mörg ár, svo það væri ekkert ótrúlegt að
jeg notaði mjer þessar mínútur til þess. En það er
hægt að finna aðra tíma til þess en afmælisdag kosn-
ingarjettar kvenna. Jeg vil samt nota mjer þetta tæki-
færi og þakka Alþingi, sem nú er nýslitið, fyrir hin
nýsamþyktu lög um húsmæðrafræðslu í kaupstöðum.
Það sem mig langar til að segja hjer í kvöld er að