Hlín - 01.01.1941, Side 143
Hlm
141
urs gat að líta ómælisvíðáttu af afrjettarlöndum glampandi í
skínandi sólarljóma. Og svo i fjarska óslitin röð af fannhvítum
jöklum. — Mig langaði helst til að vera þarna lengur, til þess að
virða fyrir mjer þessa undrafegurð ,en samferðakonunum fanst
anda kalt þar uppi, þær voru líka ljettklæddar og heitar af göng-
unni þarna upp, en jeg hjelt á sjali á handleggnum, sem jeg sló
yfir mig, er upp var komið, og það hlífði mjer við kuldanum.
Sannaðist þar gamla málækið: »Oamlir eru jafnan elstir«, enda
var jeg víst elsta konan í ferðinni (70 ára).
1 bakaleiðinni skoðuðum við foss í Þjórsá. Er hann þar sem áin
rennur austan megin við Búrfell í Eystrihrepp. Fanst mjer
hann einkennilega fallegur og nefnist hann Tröllkonuhlaup. eru í
honum tveir griðarstórir klettar, með nokkuð breiðu millibili, og
brýst vatnið þar fram með óhemjukrafti. — Er við hann tengd
gömul munnmælasaga og er hún þannig: í fyrndinni áttu tvær
tröllkonur að hafa búið þar innfrá, önnur i Búrfelli, en hin i
Bjólfelli, sem stendur tmdir Heklurótunt austan Rangár. Eitt
sinn átti svo smalamaður að hafa verið á reið þar innfrá, heyrir
hann hljóð mikil og fer að hlusta, eru þá tröllkonurnar að kallast
á millum bústaða sinna. — Segir þá önnur: »Systir, lánaðu mjer
litla ketilinn þinn«. — Hin ansar: »Hvað vilt þú með hann?«
Hin svarar: »Sjóða i honum mann«. — »Hvað heitir hann?« —-
»Gissur á Botni, Gissur á Lækjarbotni«. — Maðttrinn tók þá á
rás heim á leið, því hann var einmitt maðttrinn, sem átti að sjóða,
og varð hann brátt var við, að tröllkonan veitti honurn eftirför. -■
Fór maðurinn alt hvað af tók þar til hann koni framundir Stóra-
Klofa, sem þá var í bygð og kirkjustaður. Sást þá til ferða hans,
og tröllkonan rjett á hælum hans. Var þá brugðið við, og kirkju-
klukkunum hringt og þar með var manninum borgið. S. S.
Kona á Vesturlandi skrifar: — Börnin fara mikið að heiman
fyrir þá sök, að þau fá aklrei neitt ákveðið kaup, þó þau vinni
áruni saman hjá foreldrunum. — Okkur hefur reynst gott að
greiða þeim kaup þannig að leggja jafnóðum i bók fyrir þau, er
þau svo nota, þegar þau vilja mentast síðar. — Þetta erþægilegra
fyrir foreldrana en að snara öllu út i einu og skemtlilegra fyrir
börnin. E.
Af Vesturlandi er skrifad haustið 1940: — Þú hefur beðið mig
að segja þjer frjettir af okkur hjer, en eins og þú veist nú erurn
við svo fámenn hjer i dalnum að lítið ber til tíðinda. — Við tók-
utn upp þann sið, eftir að þú heimsóttir okkur í fyrra vetur, að
hafa frídag einu sinni í hálfum mánuði. Þá komum við saman