Hlín - 01.01.1941, Side 17
Hlin
15
speki, lokaði blöðum sínum fyrir ljósi sólarinnar og
hætti að veita næringunni móttöku gegnum rót sína,
hvernig færi þá? — Fífillinn skrælnaði upp og dæi.
Slíkt atferli væri heimskulegt og bæri vott um mik-
inn sjálfbirgingsskap og misskilning á öllu sköpunar-
verkinu. — En á líka lund fer þeim, sem ekki skilja
þýðingu bænarinnar fyrir hið andlega líf. — Eins og
móðirin nærir barn sitt á brjósti sér og gefur því líf
af sínu lífi, og náttúran fæðir og klæðir öll jarðarinnar
börn af gnægðum sínum, án verðskuldunar, þannig
byggist dýpsta lögmál tilveru vorrar á gjöfinni.
Andi mannsins, vit hans og tilfinningalíf, er í sér-
stökum skilningi Guðs barn, og þarfnast Guðs náðar til
að geta náð vexti. Ritningin segir, að Guð hafi skapað
manninn í sinni mynd. En það þýðir, að vitundarlíí
mannsins er líf af lífi alvitundarinnar, eins og efnis-
líkami hans er runninn úr skauti efnisheimsins og er
viðhaldið af honum. — En á sama hátt og efnislíkam-
inn tekur næringu hið ytra, verður andi mannsins og
að hljóta næringu af lífi Guðs, ef hann á að geta vaxið
og dafnað. Og eins og líkamskraftarnir þarfnast æf-
ingar og stælingar, og eins og þeir koma fyrst að not-
um, þegar þeim er beint að ákveðnu marki, þannig
verður og andi mannsins að hljóta sína æfing og eiga
sitt mark og mið. — Hverskonar iðkun í vísindum og
mentum er æfing sálarkraftanna. — En æfing í mark-
vissa átt — takmarkið er oss fyrst gefið með bæninni.
Bœnin er fyrst og fremst samstilling hugans við hin
œðri máttarvöld.
Ráð mannsins er allt á ruglun og tvístringi, meðan
bænin er honum hulinn leyndardómur. — Hann stend-
ur uppi einn og áttaviltur í heimi, sem honum er á
ýmsa lund ofvaxinn. Eins og reiðarslag kemur hvert
óhapp yfir hann. — Margvíslegt andstreymi slítur orku
hans til þurðar og lamar þrek hans og taugastyrk. —