Hlín - 01.01.1941, Blaðsíða 132
130
Hlín
og ósjerplægni einstaklinga og fjelaga á þessu sviði. —
Stjórnendur vinna yfirleitt kauplaust, og sennilega alls-
staðar, nema bókavörður fær sumstaðar nokkra þókn-
un fyrir sitt starf. Margir þeirra vinna þó alveg kaup-
laust.
Tekjur safnanna: Hreppsnefndir verða að skrifa und
ir skuldbindingu um styrk úr hreppssjóði til jafns við
styrkinn úr Lestrarfjelagasjóði, 2.00 kr. á hvern fjelaga
í safninu. — Og það skal hreppsnefndum sagt til mak-
legs lofs, að þær hjetu allar styrkjum til bókasafnanna,
svo ríkisstyrkurinn þurfti ekki að stranda á því að yf-
irlýsingu hreppsnefndar vantaði. — Styrkir þeir; sem
hreppsnefndir höfðu skuldbundið sig til að sjá um
námu um 16 þúsund krónum. — Styrkur úr Lestrar-
fjelagasjóði 1940 nam um 11 þúsundum króna. — Að
meðaltali á safn rúmar 60 krónur. — Allar sýslur lands-
ins nutu góðs af Lestrarfjelagasjóðnum og er þó styrk-
urinn mjög mishár til þeirra, eins og vonlegt er. Hæst
er S.-Þingeyjarsýsla með um 1200 krónur, lægst Snæ-
fellsnessýsla (110 kr.). — Hæsti styrkur 318 kr .(Bóka-
safn Akraness). Lægst 12 kr. — Aðrir styrkir, sem
söfnin hafa notið, eru rúm 2 þúsund kr. — Aðrar tekj-
ur um 6000 krónur, mestur partur þessara tekna er
ágóði af skemtunum og hlutaveltum, tekjur sem stjórn-
endur safnanna eða fjelög, sem reka þau, hafa beinlín-
is aflað söfnunum, og er það laglegur skildingur. —
Eiga stjórnendur safnanna, og aðrir bókavinir, þakkir
skilið fyrir framtakssemi þessa. — Söfnunum voru
gefnar á árinu 738 bækur, og er það að meðaltali á
safn rúmlega 4 bækur. — Langsamlega mestur hluti
þessara bóka var söfnunum sendar- samkvæmt 8. gr.
Lestrarfjelagalaganna, en nokkurn hluta gáfu einstakl-
ingar, eða fjelög, og er skylt að þakka það. — Eim-
skipafjelagið gaf t. d. öllum söfnum, sem styrk fengu
1939, afmælisrit sitt.