Hlín - 01.01.1941, Blaðsíða 61
Hlín
59
besta brauði, og á eftir fjekk hann sinn þófarabita, eins
og skyldugt var.
Auk þess er mjer ljúft að minnast þessa af því að við
börnin tókum svo duglega þátt í daglegum verkum
með fólkinu eftir því sem við stálpuðumst. Mamma
vildi svo vera láta. Um að gera aldrei að hangsa.
Á veturna fór svo mikill tími í bóklegt nám, að lítill
tími var afgangs nema til að leika sjer. En ef vont var
veður, og ætíð á vökunni, var margt að glíma við í
baðstofunni, svo sem að spóla, vinda hnykil, halda í
hespu o. s. frv.
Á vorin komu mörgu útistörfin til sögunnar. Þá var
stungið út úr fjárhúsunum og borinn út skánin. Það
var mikil vinna fyrir okkur krakkana og svo að snúa
taðflögunum til þurks og hreykja og hlaða eða bera
inn. Þegar vel var þornuð jörð, sendi mamma tvær
vinnukonur og okkur elstu börnin í leiðangur til að
safna hrossataði, nokkuð langt burtu úti í bithaga, þar
sem hross gengu úti á haustin. Við fórum ríðandi með
marga poka, sem við fyltum. Það var hreinn lystitúr.
— Þegar unnið var á túninu, fengum við nóg að starfa.
Mest var þá gaman að liggja á slóðanum. En slóðinn
var gerður úr miklum hrísbyng, er var fastsúrraður
neðan á trjeramma, og síðan beitt hesti fyrir, sem dró
hann eftir sjer eins og sleða til að mylja áburðinn nið-
ur í grassvörðinn (annað herfi þektist ekki þar í sveit).
Best var að hafa sem flesta krakka til að þyngja á.
í gróandanum þurfti stöðugt að vakta túnið fyrir
hestum og fje, því það var að mestu ógarðvarið.
Hrossabrestur og hundar hjálpuðu skemtilega til. Á
nóttunni þurfti að vaka yfir túninu. Nokkrir kota-
krakkar voru með okkur. Við höfðum nóg nesti og
ljekum okkur, svo að nóttin varð ekki löng. Þá var að
reka kýrnar og sækja þær — nokkuð langt burtu. —
Það var ætíð gaman í góðu veðri, Seinna fjekk jeg