Valsblaðið - 01.05.2003, Page 4
Sr. Tómas Sveinsson.
Það er ekki
floknara en það
Jólahugvekja sóknarprests
Hann er fallegur Valsbúningurinn. Það er
mjög skiljanlegt, að hver sem klæðist
búningnum fyrsta sinni fyllist stolti og
finni til sín, komin(n) í hóp vaskra
drengja og stúlkna, um leið og hægt er að
samsama sig hetjunni sinni eða þeim sem
maður vill taka sér til fyrirmyndar. Enn
eykst stoltið þegar út í keppni er komið,
og vetja skal heiður liðs og félags, þá þarf
að standa sig, leggja allt af mörkum til að
halda uppi orðstír félagsins. Liðið þarf að
vinna sem ein heild, hver styður annan,
verði einhverjum á mistök, hjálpast allir
við að bæta þau upp og reyna að koma í
veg fyrir að slíkt endurtaki sig. Þetta eru
heilbrigð viðhorf.
Hvítur litur búningsins getur merkt
hreinleika og rauður eldinn, kraftinn.
Það þarf mikinn kraft jafnvel sprengi-
kraft til þess að sigra í keppni, undanfari
þess eru þrotlausar, líkamlegar og and-
legar æfingar og þjálfun sem stunduð
hefur verið af kappi og samviskusemi
með það markmið jafnan fyrir augum að
vinna sigur þegar út í leik er komið.
Hreinleikinn minnir okkur hins vegar á
heiðarleika, að kunna, og fara eftir regl-
um leiksins, virða samherja og andstæð-
inga og koma fram við þá eins og þú vilt
að þeir komi fram við þig. Kapp er best
með forsjá. Fegurð leiks finnst mér felast
í vel útfærðum og skipulögðum leik, þar
sem tækni og hæfni, þjálfun og úthald,
gefa einstaklingnum tækifæri til að njóta
sín og sýna frumkvæði, sem best nýtist,
þegar hjörtun slá í takt, og allir þekkja
sitt hlutverk inni á vellinum til hlítar og
eru ákveðnir í að gera sitt besta.
Þegar illa gengur finnst mér lítil hugg-
un í því að heyra þessi orð „það gengur
bara betur næst.“ Það er svo margt und-
anskilið, það gengur ekki betur nema
gífurleg vinna verði lögð í að greina
hvað fór úrskeiðis, hvað þarf að bæta og
á hverju var verið að klikka. Þá er hægt
að gera áætlun um þjálfun, æfmgu og
samhæftngu, þ.e.a.s. vinna úr málunum.
Stærsti þáttur lífs okkar eru mannleg
samskipti hvort sem unt er að ræða í
leik, starfi eða fjölskyldu. Ég held að
auðna okkar í lífinu sé komin undir því,
hvernig okkur reiðir af í þeim samskipt-
um. Þetta atriði vegur þyngra á ham-
ingjuvoginni en öll velgengni og sigrar,
hvers eðlis svo sem þeir eru. Hamingja
er ekki að mínu viti sama og stöðug
vellíðan, áhyggjuleysi, fullnæging eigin
þarfa og frami. Hamingja finnst mér vera
að eiga góða að í gleði og sorg, í meðlæti
og mótlæti, vegna þess að hvort tveggja
mætir okkur í lífinu. Mikilvægasti auður
lífsins er vinátta og kærleikur, sem birtist
í umhyggju og virðingu fyrir sjálfum sér
og öðrum. Vinátta og kærleikur eru
heilög svið, inn á þau svið má rnaður
ekki ganga á skítugum skónum, það er
stundum ekki vinnandi vegur að bæta
þau tengsl milli fólks, sem rofnað hafa
vegna ósæmilegrar eða vondrar fram-
komu og því er mikilvægt að varðveita
bönd kærleika og vináttu og hafa í heiðri
gullnu regluna: Allt sem þér viljið að
aðrir menn gjöri yður það skuluð þér og
þeim gjöra. Mér finnst þetta orðalag
drottins okkar Jesú Krists svo mikilvægt,
vegna þess að hann gerir ráð fyrir að við
gerum eitthvað í málunum, látum ekki
skeika að sköpuðu. Verum fús að fyrir-
gefa, en fyrirgefning er mikil og djúptæk
vinna. Þegar við fyrirgefum einhverjum
af heilum hug, þá þýðir það að allt verð-
ur eins og áður var, sambandið jafn
sterkt og hið sama.
Það líður að jólum. þessari miklu hátíð
kristinna manna, fæðingarhátíð frelsar-
ans. Margir leggja mikið á sig til þess að
mynda sem fegurstan ramma utan um
þessa hátíð. Fegurð og hátíð eiga vel
saman, því að fegurðin undirstrikar helg-
ina og er eins og rammi utan um hana.
Við sköpum ekki helgi, en við 'getum
búið okkur undir komu hennar, hún kem-
ur til okkar jafnvel óvænt og á þeim stöð-
um og stundum, sem við búumst ekki við
henni. Margir eiga sér þá dýrmætu minn-
ingu, að jólahelgin gangi í garð klukkan
sex á aðfangadag eða á öðrum tíma eftir
aðstæðum. Njótum þessara stunda sam-
an, umgöngumst hvert annað og um-
hverfi okkar af virðingu og nærgætni svo
að helgin megi búa í hjörtum okkar öll
jólin, já og um langa framtíð.
Guð gefi ykkur gleðileg jól og farsœlt
komandi ár.
Afram Valur.
Tómas Sveinsson,
sóknarprestur í Háteigsprestakalli
4
Valsblaðið 2003