Valsblaðið - 01.05.2003, Side 36

Valsblaðið - 01.05.2003, Side 36
Hver er Valsmaðurinn: fllafur Már Sigurðsson Ólafur Már Sigurðsson á fimmtugsafmœlinu með œskufélögum úr Eyjum, brœðrunum Asgeiri og Ólafi Sigurvinssonum. Ólafur Már Sigurðsson hefur samtals tekið þátt í stjórn íþróttafélaga í um aldarfjórðung, fyrst hjá Hugin á Seyðisfirði og síðan hjá Val en fylgist nú með knattspyrnuiðkun sona sinna af hliðar- línunni af áhuga. Ólafur Már Sigurðsson er fæddur 29. nóvember 1953 og er því fímmtugur á þessu ári og hélt á afmælisdaginn veislu í Valsheimilinu. Hann er sonur hjónanna Jóhönnu Magnúsdóttur og Sigurðar Magnússonar og er yngstur fjögurra systkina. Hann á ættir að rekja til Seyðis- fjarðar en ólst upp í Vestmannaeyjum. Ólafur Már lék knattspymu með yngri flokkum Þórs í Vestmannaeyjum og bjó síðan 1971 - 1984 á Seyðisfirði og lék með meistaraflokki Hugins frá 1971 - 1984 og sat allan þann tíma í stjórn þess félags. Hann fluttist suður til Reykjavík- ur og settist fljótlega í stjórn knatt- spyrnudeildar Vals og var formaður ung- lingaráðs knattspyrnudeildar Vals 1999 - 2002. Hann hefur aldrei leikið með Val nema með Old boys. Nú á hann tvo efni- lega drengi í Gróttu, en það er greinilegt að Ólafur Már er með stórt Valshjarta og taugar hans til félagsins eru mjög sterkar. Einnig vill hann að frant komi að hann er ötull stuðningsmaður Southamton. Hann hefur auk þess sungið með Valskórnum frá stofnun hans fyrir 10 árum. Æskuminningar frá Eyjum Talið berst í upphafi að æskuámnum í Vestmannaeyjum og greinilegt er að Ólafur Már á margar góðar minningar þaðan. Á æskuárunum minnist hann þess að hafa alist upp í hópi ærslafullra og Valsblaðíð 2003

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.