Valsblaðið - 01.05.2003, Side 51

Valsblaðið - 01.05.2003, Side 51
um og mér fínnst skipta miklu máli að hafa líf og fjör meðal stuðningsmanna á leikjum," segir Gestur af sannfæringu. Gestur hefur áhuna á að stofna stuðningsmannakTubs Vals Gestur hefur mikinn áhuga á að stofna stuðningsmannaklúbb hjá Val í fótbolta og nýta m.a. reynsluna frá því síðastliðið sumar. Hann hefur hug á því að boða til fundar í samstarfi við stjóm knattspymu- deildar og framkvæmdastjóra félagsins fljótlega á næsta ári til að undirbúa stofnun stuðningsmannaklúbbs og vill fá sem flestar hugmyndir um starfsemi klúbbsins. Gesti er þetta greinilega mjög mikið kappsmál. „Mér hefur fundist stuðningsmenn og áhorfendur vera eins og líkfylgd á undanförnum ámm, það hefur ekkert heyrst í þeim, nema einum og einum manni í stúkunni. Ég man eftir miklu fjöri í stúkunni þegar við unnum Islandsmeistaratitilinn 1985 og 1987, það var mjög skemmtilegt. Ég er fullviss um að góður stuðningur skiptir liðið rnjög miklu máli, er eins og 12. maður- inn í liðinu. Ég vonast eftir að sem flestir verði virkir í klúbbnunt og komi með hugmyndir um hvernig við getum byggt starfið upp. Mér finnst t.d. að áhorfendur eigi að vera miklu meira í Valsbúningum og með fána og áberandi merktir félag- inu. Við myndum líka hittast fyrir leik og hita okkur upp og einnig eftir leik. Það er líka lykilatriði að iðkendur í yngri flokk- unum mæti á leikina og þjálfarar og for- eldrar ættu að hvetja bömin að vera dug- leg að mæta og fjölskyldur þeirra. Vonandi tekst að blása lífi í stuðningsmenn Vals, virkja þá óvirku og fjölga áhorfendum á Hlíðarenda og skapa stemningu eins og var þegar ég var strákur, það er takmark- ið,“ segir Gestur og hel'ur greinilega hug á að fylgja þessu máli eftir. Elvar er umsjónarmaður með dómaramálum í knattspyrnu Elvar Svansson er einnig dyggur stuðn- ingsmaður Vals og mætir á alla leiki sem hann getur. Hann er einnig áhugasamur unt dómgæslu og byrjaði fyrir tveimur ámm að aðstoða pabba sinn við dóm- gæslu hjá Val sem línuvörður. Hann fékk srnám saman áhuga á dómaramálum, tók dómarapróf og byrjaði á fullu að dæma. „Ég hellti mér út í dómgæslu í fótboltan- um og í fyrra dæmdi ég um 50 leiki fyrir Val. Núna síðastliðið surnar þá fór ég einnig að dæma fyrir KSÍ og sá um dóm- aramálin að Hlíðarenda og dæmdi einnig sjálfur um 40 leiki.“ Elvar segir að virkja þurfi fleiri dómara en það séu allt of fáir dómarar virkir hjá félaginu. „Við eigurn nokkra mjög sterka dómara, t.d. pabba, Helga Kristjánsson, Þorstein Olafs, Brynjar Nielsar en þessi kjami er ekki nægilega stór. Mér finnst að Valur þurfi að halda betur utan urn dómarana og stækka hópinn. Ég vil nota tækifærið og hvetja Valsmenn sem áhuga hafa á dómgæslu að hafa samband við mig og ég býð þá vel- komna í hópinn. Virkir dómarar fá t.d. frítt inn á alla leiki í knattspymu, bæði í deild og bikar, þannig að þótt um sjálf- boðastarf sé að ræða þá fylgja ákveðin fríðindi og félagið okkar þarfnast lika fleiri dómara. Mér finnst lágmark að Val- ur hafi 10 virka dómara á sínum snæmm en ég hef áhuga á því að efla dómaramál- in hjá félaginu," segir Elvar og dómara- mál em honum greinilega hugleikin. Staða Vals í dag Elvar segir ákveðinn að það hafi að hans mati verið mistök hjá stjóm knattspymu- deildar að hafa ekki verið með sterkara lið í úrvalsdeildinni síðastliðið sumar. Hann telur að hópurinn hafi einfaldlega ekki verið nægilega sterkur og það hefði þurft að styrkja liðið frekar fyrir síðasta tímabil. Þó þurfi alltaf að fara varlega í peningamálum og steypa sér ekki í skuldir og Svani finnst það mjög góð stefna að eyða ekki um efni fram. Þeir hafa rnikla trú á því að félagið fari beint upp í úrvalsdeild á næsta ári og haldi sér þar til frambúðar. Starfið í yngri flokk- unum hjá Val hefur verið vel skipulagt og markvisst uppbyggt þannig að það er engin tilviljun að félagið á t.d. marga af- reksmenn, nú síðustu ár aðallega í hand- bolta og kvennafótbolta þar sem stelp- umar séu mjög sterkar. Gott starf í kvennaíótboltanum hjá Val Þeim feðgunum finnst öllum starfíð í kvennafótboltanum hjá Val vera til fyrir- myndar og undanfarin ár hafa stelpumar verið nálægt því að vinna Islandsmeist- aratitil og þeir spá því að mjög bráðlega takist þeirn að landa titlinum. Einnig finnst þeim starfið hjá stelpunum í yngri flokkunum vera mjög öflugt. Svani finnst að stuðningsmannaklúbburinn eigi líka að fylgjast með kvennaboltanum og full- yrðir sem dómari að kvennaboltanum hafi farið miklu meira fram á undanföm- um ámm en karlaboltanum. „Þróunin hjá Á heimavelli í sjoppunni að Hlíðarenda. Mikill erill er dags daglega í Valsheimil- inu og kann Svanur vel við að umgang- ast börn og unglinga. Val hefur verið frábær í kvennaboltanum undanfarin ár og það minnir á stöðuna í karlaboltanum fyrir u.þ.b. 15 ámm, en við verðum að viðurkenna að karlaboltinn hefur dalað, bæði í meistaraflokki og yngri flokkunum." Skemmtilegur bikar- úrslitaleikur í sumar Gestur segist í fyrsta skipti á æfinni hafa farið á kvennaleik þegar Valur lék úr- slitaleik við IBV í bikarkeppninni í sum- ar. „Við strákrnir á trommunum fórum á leikinn og það var mikil stemning í stúkunni og mér fannst frábært að verða vitni að þessum leik, stelpumar léku mjög vel og mér fannst virkilega gaman að fylgjast með leiknum og það kom mér á óvart hvað stelpurnar vom góðar í fót- bolta. Það var líka gaman að heyra hvað stelpurnar í yngri flokkunum sungu mik- ið í stúkunni, það finnst mér alveg vanta hjá strákunum að syngja skemmtileg Valslög. Það var líka mjög gaman að Valur skyldi vinna leikinn 3 - 1,“ segir Gestur og á greinilega eftir að fylgjast vel með stelpunum næsta sumar. Framtíðin er björt hjá Val Þeir feðgar eru mjög ánægðir með fram- tíðaráform unt uppbyggingu að Hlíðar- enda og líst mjög vel á þær tillögur sem þeir hafa séð. Ef allt það nær fram að ganga þá er ekki spurning að þeirra mati að Valur á eftir að styrkjast sem félag, öll aðstaða til íþróttaiðkunar verður betri, aðgengi batnar og félagið á eftir að eflast umtalsvert ef vel er á málum haldið. Valsblaðið 2003 51

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.